Afturelding - 01.10.1985, Blaðsíða 5

Afturelding - 01.10.1985, Blaðsíða 5
AF: Hvað er „Lífsvon“? HJ: „Lífsvon" er samtök til verndar ófæddum börnum. Ég undirstrika það að ég tala um ófædd börn. Ég hef alltaf tamið mér, í allri minni kennslu og annarri umræðu, að tala um ófædd börn. Ég segi nemendum mínum að ófædda barnið sé gjarnan kallað fóstur, meðan það er í móðurlífi, en mér er eðlilegra að tala um barn í móð- urlífi. í „Lífsvon" er fólk á öllum aldri og úröllum stéttum þjóðfé- lagsins. Við erum sammála um rétt ófæddra barna til lífs. AF: Hver er saga „Lífsvon- ar“ á íslandi? HJ: Allt frá því að ný lög um fóstureyðingar tóku gildi 1975, hefur hópur fólks verið mjög óánægður með framvindu mála. Við höfum ekki hvað síst verið óánægð með frjálslega túlkun laganna. Áður en umrætt frumvarp var samþykkt, var lagt fram á Al- þingi annað frumvarp, fól það í sér að fóstureyðingar yrðu alveg gefnar frjálsar. Ég var með, ásamt fleirum, í að berjast gegn því frumvarpi og það féll. Við héldum í raun að okkur hefði orðið nokkurs ágengt. Sam- kvæmt lögum eru ekki frjálsar fóstureyðingar á íslandi. En nú- verandi lög eru þannig túlkuð af viðkomandi aðilum að segja má að í reynd séu fóstureyðingar frjálsar. Þessi lög eru þannig úr garði gert að auðvelt er að túlka þau frjálslega, enda er það óspart gert. Munurinn á því sem hér viðgengst og frjálsum fóstureyð- ingum -ef hægt er að tala um mun- er einfaldlega sá að við- komandi manneskja þarfað fylla út ákveðið eyðublað og gefa upp einhverja ástæðu. Það er hrollvekjandi stað- reynd að 95% allra fóstureyð- inga á íslandi eru framkvæmdar af félagslegum ástæðum. Og þeg- ar þessar félagslegu ástæður eru nánar skoðaðar, kemur ýmislegt í Ijós, ástæður eins og þær að konan sé í háskóla; hafi gleymt að taka pilluna; fjölskyldan sé á lcið til útlanda; hjónin nýbúin að fjárfesta í svo dýrum bíl að þau hafi ekki ráð á barni! For- eldrar stúlkna banna þeim að koma með ungbarn inn á heim- ilið, þótt búið sé í lúxusvillu upp á margar hæðir. Ég neita að sam- þykkja að ofangreindar viðbárur séu félagslegarástæður. Hin raunverulega ástæða er tíðarandinn og þekkingarskort- ur. Lífinu er fórnað á altari efnis- hyggjunnar. Þetta er ömurlegt, því hlutir koma ekki í stað barna. Hlutum þykir ekki vænl um okkur. Þeir taka ekki þátt í gleði okkar og sorgurn. Hlutir uppörva ekki, þeir hrósa okkur ekki, þeir faðma okkur ekki þegar okkur líður illa. Mannleg samskipti eru gefandi og nauðsynleg til mann- eskjulegs lífs. AF: Er „Lífsvon“ stefnt gegn frelsi kvenna til að ráða yfir iíkama sínum? HJ: Þau rök að fóstureyðingar tengist á einhvern hátt kvenfrelsi þykja mér hin mesta ráðgáta. Þarna er verið að blanda saman tvennu óskyldu og ólíku, annars vegar líkama konunnar og hins vegar líkama barnsins í móður- lífi. Fóstrið — barnið — er ekki hluti af líkama konunnar, það er annar líkami, annar einstakling- ur. Því mótmæla engin rök. Þungaða konan hefur ekkert frelsi til að taka líf fremur en aðrir. Frelsi kvenna er í því fólgið að standa vörð um eigin líkama, að þungun eigi sér ekki stað vilji þær ekki þungun. Það er þeirra frelsi og þeirra val. AF: Eru þá engar félagsleg- ar ástæður, sem geta verið ástæða til fóstureyðinga? HJ: Vissulega er það til að konur búi við slæmar félagslegar ástæður, en í þjóðfélagi eins og okkar á að vera hægt að bæta úr þeim slæmu ástæðum. Fóstur- eyðing leysirengan vanda. En þungamiðja málsins er í því fólgin að við höfum ekki ver- ið sett í dómarasæti lífs og dauða. Heilbrigðisþjónustan og skólakerfið hefur brugðist í fyrir- byggjandi aðgerðum. Það þarf miklu meiri fræðslu og að byggja upp heilbrigt viðhorf einstak- linga gagnvart þessum málum. Við í „Lífsvon“ berjumst fyrir breyttum hugsunarhætti. Við berjumst gegn þeim tíðaranda, sem óvirðir líf hins ófædda barns og tekur skammtíma hagsmuni eða dauða hluti fram yfir. Það er líka auðséð að þessi þróun stefnir í sífellt alvarlegri

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.