Afturelding - 01.10.1985, Blaðsíða 7

Afturelding - 01.10.1985, Blaðsíða 7
n AF: Hvað um konur, sem hafa gengist undir fóstureyð- ingu og sjá eftir því. Er boð- skapur „Lífsvonar" sem salt í sár, eða getið þið hjálpað þessum konum eitthvað? HJ: Mér þykir vænt um að fá að svara þessu. Okkur er ljóst að flestar konur taka þessa ákvörð- un undir erfiðum kringumstæð- um. Þær eru illa settar, jafnvel beittar neikvæðum þrýstingi og sjá enga aðra leið út úr vanda sínum. Kona, sem hefur gengið undir fóstureyðingu, verður að sætta sig við að þetta er búið og gert. Hún verður að fyrirgefa sjálfri sér á þeim grundvelli að á þeirri stundu fannst henni engin önnur lausn og svo hitt að hún vissi ekki hvað hún í rauninni var að gera. Hvorki ég eða aðrir hafa leyfi til að dæma þessar konur. Við stígum öll okkar víxlspor á lífsleiðinni. Við gæt- um ekki lifað eðlilegu lífi ef við ættum að bera víxlsporin og afleiðingar þeirra allar tíð. Hið liðna er liðið og því verð- ur ekki breytt. Við í „Lífsvon" vinnum fyrirbyggjandi starf. Við viljum breyta hugsunarhættin- um og slá vörð um hið óborna líf. Sem betur fer hefur þó nokkur hópur kvenna, sem eiga þessa lífsreynslu að hafa látið eyða fóstri, gengið til liðs við okkur í „Lífsvon" og eru þær tilbúnar til að veita aðstoð konum sem eru í vanda eftir því sem hægt er. Okkur er þörf á stuðningi allra sem virða helgi lífsins og eru sammála okkur. Við þurfum að verða fjölmenn, sterkt afl, sem stjórnmálamennirnir taka tillit til. Ég skora því á alla sem láta sig málið varða að gerast félagar í „Lífsvon". Viðtal: Guðni Einarsson. LÍFSVON samítfk til verndar ófæddum btfrmim STEFNUSKRA LÍFSVON er samtök einstaklinga -óháð trúar og stjórnmálastefnum- sem telja sér skylt að standa vörð um lífsrétt ófæddra barna. Markmið samtakanna er: 1) Að veita konum eða foreldrum, sem þurfa á hjálp að halda vegna barnsburðar, allan þann siðferðis- og fé- lagslega síuðning, sem samtökin geta boðið. 2) Að beita sér fyrir því, að Alþingi setji lög til verndar ófœddum börnum og að ný grein verði tekin upp í stjórn- arskrána, er kveði á um rétt hinna ófœddu til lífs alltfrá getnaði. Þeir, sem aðhyllast ofangreind markmið, geta orðið fé- lagar í samtökunum LÍFSVON. Ég óska eftir að gerast félagi í LÍFSVON Nafn_____________________________________________ Heimili. SímL Árgjald ársins 1985 er 300 krónur. Sendisttil: Lífsvon Pósthólf 5003 125 Reykjavík

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.