Afturelding - 01.10.1985, Qupperneq 8

Afturelding - 01.10.1985, Qupperneq 8
Einar J. Gislason Fóstureydingar / september síðastliðrium kom út á vegum Landlceknis- embœttisins skýrsla um fóst- itreyðingar á íslandi á árun- um 1976-1983. I þessari bók er að finna ýtarlega greinar- gerð um stöðu þessara mála hér á iandi. Með lögum, sem gefin vont út af hinu háa Alþingi, 22. maí 1975 rýmkuðust mjög möguleikar kvenna dl að fá fóstureyðingu. Samkvcemt 9. grein laganna má heimila fóstureýðingu af félagslegum og eða lceknisfrceðilegum ástæðum. Sá liður, sem fiallar um fóstureyðingar af félags- legum ástæðum, er svohljóð- andi: Félagslegar ástæður. Þegar ætla má, aö þungun og tilkoma barns verði konunni og hennar nánustu of erfið vegna ó viðráða nlegra . félagslegra ástceðna. Við slíkar ástæður skal tekið tillit til eftirfarandi: a) llafi konan alið mörg börn með stuttu millibili og skammt er Hðið frá siðasta barnsburði. b) Eigi konan við að búa bágar heimilisástæður vegna ómegðar eða alvarlegs heilsu- leysis annarra á heimilinu. c) Þegar konan getur ekki vegna æsku og þroskaleysis annasl barnið á fullnægjandi hátt. d) Annarra ástæðna, séu þær fyllilega sambærilegar við qfan- greindar ástæður. 1 skjóli landslaga var á níu árurn, frá 1976—1984, eytt tæplega fimmþúsund fóstr- um. Til samanburðar má nefna aö á gildistíma eldri laga um þetta svið var á næst- liðnu fjörutíu og einu ári (1935—1975) eytt tæplega tvöþúsund og níuhundruð fóstrum. Samkvæmt skýrslu Land- læknisembcettisins eru for- sendur fóstureyðinga að langmestu leiti félagslegar. Á árunum 1976—1978 vont þær 72% og á árunum 1979—1981 voru félagslegar forsendur komnar upp i 83%. Langalgengust félagslegra forsenda var d. liður 9. grein- ar. Af greinargerðum má sjá að þær ástæður sem oftast voru tilgreinar undir þennan lið voru: að samband við barnsföður var ótryggt eða ekkert; að viðkomandi kona var í námi eða liugðist fara í nám; aðstæöur erfiðar, fjár- hagur þröngur; um var að ræða einstæða móður með eitt eðafleiri börn. Þessar niðurstöður ertt mjög alvarlegar í Ijósi þess að óhjákvæmilega hljótum við að líta á fóstrið sem lifveru. Líf sem Guð hefitr skapað og cetlað til manndóms. Erum við sjálfráð í þessum efnum? Eins ogfram kemur i lög- unum, þá geta læknisfræði- legar aðstæður krqfist þess að fóstri sé eytt til björgunar lifit móður. Það er mat undirrit- aðs að það sé misfarið að auðvelda leið til fóstureyð- inga. Aðeins ætti að leyfa þær til að bjarga lífi móður. Fé- lagslegar forsendur eru svo teygjanlegar og víðfemar að ógöngur og sjálfhelda er á næsta leiti. Sú ákvörðun að eyða fóstri tekur mjög á við- komandi sálarlega og and- lega. Fólk verður ekki það sama eftir á sem áður. Sam- viskan segir til sín. Þessi hlið málanna er ekkifest á skýrsl- ur, né ráð fyrir henni .gert í lögum. Einum aðila er einnig gleymt í meðhöndlun þessara mála og fær hann ekki að komast að. Sá aðili er Guð. Sá sem kveikir lífið er Guð.

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.