Afturelding - 01.10.1985, Blaðsíða 9

Afturelding - 01.10.1985, Blaðsíða 9
9 Hann gerir það eftir þeim lögum, sem hann hefur sjálf- ur sett. Þau lög eigum við að virða og halda í heiðri út í cesar. Fóstrið er sjálfstœð sköpun, sem móðurinni er irúað fyrir til forsjár um lima. Fóstureyðing er deyðing þess lífs sem tendrasl hefur. Slíkt vanhelgar og saurgar landið. Efsvoer, hvernigerþá háttað samvisku og anda þess er stendur fyrir eyðingu fósturs- ins? Biblían greinir frá móður- kœrleika, ástúð og barnelsku. Á dó'gum Bibllunnar, eins og ídag, voru lil konur, sem ekki gátu eignast bö'rn. Svo kom langþráð barn og var það tekið sem bœnasvar. Eitt Ijós- asta dœmið er Hanna, sem varð móðir Samúels spá- manns. (I. Samúelsbók I. og 2. kajti). Enn er til fjöldi kvenna, sem geia ekki eign- así börn, en þrá að ganga börnum I móðurstað. Vœri það ekki lausn ú vancla margra verðandi mœðra, sem geta ekki alið önnfyrir barni sínu affélagslegum ástœðum, að geta lagt það í hendur konu sem þráir barn? Ég bið Drottin um leiðsögn fyrir valdsmenn og starfs- menn heilbrigðisstofnana. Að þeir hlýði orðum Páls postula er hann reil: „Farið ekki lengra en ritað er". Gerum ekkert, sem veldur vanhelgun og saurgun. Slcium vöm um lífokkar sjálfra ogþeirra sem við erum ábyrgfyrir, en geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér. EinarJ. Gislason. Ur Ffladelffu Heimsóknir Mikið hel'ur verið um heimsókn- irtil Fíladelfíusafnaðarins í Reykja- vík á útlíðandi sumri. Ekki l'ærri en um áttatíu manns hal'a heimsótt söfnuðinn og tekið þátt í samkom- um sal'naðarins. Hér er um að ræða tvo gesti l'rá Kanada, fimm l'rá Færcyjum, fimm l'rá Svíþjóð og nær sjölíu l'rá Banda- ríkjunum. Þar munar mest um tvo kóra, fyrst komu Celebrant Sing- ers, með tuttugu og tvo liðsmenn og á eftir þeim komu Contincntal Singers, mcð fjörutíu og fjóra liðs- menn. Allir þessir gestir voru í heimilum safnaðarfólks og annarra trúaðra vina, sem veittu þeim gist- inguoggóðangrciða. í lok ágúst komu hingað l'rá Sví- þjóð þau Bill Löfbom og hjónin Mona-Lisa og Ingemar Almqvist. Þau dvöldu hér nær tvær vikur og héldu alls tóll' samkomur í Reykja- vík, Kefiavík og á Sclfossi. Þessi heimsókn var mjög árang- ursrík. Margir l'engu fyrirbæn vegna sjúklcika og l'ólk l'ckk að reyna lækningu mcina sinna. Margir leit- uðu Drottins til frelsis og fcngu að taka við honum. Fimmtudaginn 5. septembcr var umræðucfnið „Skírn andans". Þeim, sem vildu eignast þessa reynslu, var bent á að setjast á l'rcmsta bckk. Bill Lölbom og hjón- in gengu milli lölksins og lögðu hendur yfir það. „Fengu þeir þá Heilagan anda", cins og segir í Postulasögunni. Einstaklingar, cr höl'ðu beðið lengi el'tir þessari reynslu fcngu að eignast þetta Ijúft og liðugt. Ekki færri en sex fengu að meðtaka þessa gjöf umrætt kvöld. Við heyrðum þau tala tungum og mikla Guð. Bill Lölbom hefurskrifað hingað. Hann cr nú kominn til Californiu, þarsem hann á heima. Hann langar til að hcimsækja ísland þegar al'tur á næsta ári. Nýlega kom til okkar Michael Fitzgerald frá Bandaríkjunum. Hann cr íslcnskur í móðurætt og á nána ættingja búsctta hér á landi. Michael er forstöðumaður í Hvíta- sunnusöfnuði í Bandaríkjunum og stcndur fyrir vaxandi starfi. Hann hcfur heimsótt okkur einu sinni áður og hefur þjónustu hans fylgt blessun. EJG

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.