Afturelding - 01.10.1985, Síða 9

Afturelding - 01.10.1985, Síða 9
9 Úr Kíladclfíu Heimsóknir lícum gerir þaö eftir þeim lögum, sem hann hefur sjálf- ur sett. Þau lög eigum við að virða og halda i heiðri i’u í œsar. Fóstrið er sjálfstœð sköpun, sem móðurinni er trúað fyrir til forsjár um tíma. Fóstureyðing er deyðing þess lífs sem tendrast hefur. Slíkt vanhelgar og saurgar landið. Efsvoer, hvernig er þá háttað samvisku og anda þess er stendur fyrir evðingu fósturs- ins? Biblíán greinir frá móður- kœrleika, ástúð og barnelsku. A dögum Biblíunnar, eins og í dag, voru til konur, sem ekki gátu eignast börn. Svo kom langþráð barn og var það tekið sem bœnasvar. Eitt Ijós- asta dœmið er Hanna, sem varð móðir Samúels spá- manns. (I. Samúelsbók 1. og 2. kafli). Enn er til fjöldi kvenna, sem geta ekki eign- ast börn, en þrá að ganga börnum í móðurstað. Vœri það ekki lausn á vcinda margra verðandi mœðra, sem geta ekki alið önnfyrir barni sínu affélagslegum ástœöum, að geta lagt þcið í hendur konu sem þráir barn? Ég bið Drottin um /eiðsögn fyrir valdsmenn og starfs- menn heilbrigðisstofnana. Að þeir hlýði orðum Páls postula er Itann reit: „Farið ekki lengra en ritað er“. Gerum ekkert, sem veldur vanhelgun og saurgun. Sláum vörn um líf okkar sjálfra og þeirra sem við erum ábyrg fyrir, en geta ekki borið liönd fyrir höfuð sér. Einar J. Gíslason. Mikið hel'ur verið um hcimsókn- irtil Fíladelfíusafnaðarins í Reykja- vík á útlíðandi sumri. Ekki l'ærri en um áttatíu manns hafa heimsótt söfnuðinn og tekið þátt í samkom- um safnaðarins. Hér er um að ræða tvo gesti l'rá Kanada, fimm frá Færeyjum, fimm frá Svíþjóð og nær sjötíu l'rá Banda- ríkjunum. Þar munar mest um tvo kóra, fyrst komu Celebrant Sing- ers, með tuttugu og tvo liðsmenn og á eftir þeim komu Continental Singers, með fjörutíu og fjóra liðs- rnenn. Allir þessir geslir voru í heimilum safnaðarfólks og annarra trúaðra vina, sem vcittu þeim gist- ingu og góðan grciða. í lok ágúst komu hingað frá Sví- þjóð þau Bill Löfbom og hjónin Mona-Lisa og Ingemar Almqvist. Þau dvöldu hér nær tvær vikur og héldu alls tólf samkomur i Reykja- vík, Kcflavík og á Selfossi. Þessi heimsókn var mjög árang- ursrík. Margir fengu fyrirbæn vegna sjúkleika og fólk fékk að reyna lækningu mcina sinna. Margir leit- uðu Drottins til frelsis og fengu að taka við honum. Fimmludaginn 5. september var umræðuefnið „Skírn andans". Þeim. sem vildu eignast þessa reynslu, var bent á að setjast á fremsta bekk. Bill Lölbom og lijón- in gengu milli fólksins og lögðu hendur yfir það. „Fengu þcir þá Heilagan anda", cins og segir í Postulasögunni. Einstaklingar, er höfðu beðið lengi eftir þessari reynslu léngu að eignast þelta ljúft og liðugt. Ekki færri en sex fengu að meðtaka þessa gjöf umrætt kvöld. Við heyrðum þau tala tungum og mikla Guð. Bill Lölbom hefurskrifað hingað. Hann er nú kominn lil Californiu, þarsem hann á heima. Hann langar til að heimsækja ísland þegar aftur á næsta ári. Nýlega kom til okkar Michael Fitzgerald frá Bandaríkjunum. Hann cr íslenskur í móðurætt og á nána ættingja búsetta hér á landi. Michael er forstöðumaður í Hvíta- sunnusöfnuði í Bandaríkjunum og stcndur fyrir vaxandi starfi. Hann hefur heimsótt okkur einu sinni áður og hefur þjónustu hans fylgt blessun. EJG Mynd: Guðni F.inarsson

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.