Afturelding - 01.10.1985, Blaðsíða 10

Afturelding - 01.10.1985, Blaðsíða 10
mwm Snorri Óskarsson Mannlíí í höndum eyðingarinnar Snemma nær hönd eyðingar- innar inn í mannlífið. Og hvern- ig sem á því stendur og menn vilja útskýra málið, þá er stað- reyndin sú að eyðingin -Dauði og Hel- hefur fylgt mannkyninu frá upphafi. Mannkynssagan snýst um þetta og merkilegt er að oftast verður niðurstaðan sú að sá sem vó með sverði féll fyrir sverði. Ég veit ekki hvernig þú ert sinnaður lesandi góður, hvort þú ert biblíutrúar eða guðleysingi. Við getum samt verið sammála um þessar staðreyndir, að Dauði og Hel eru í fylgd með mannin- um. Mér finnst það ógnvænlegt viðhorfið, sem virðist svo ríkj- andi í dag, að það sé ekkert til- tökumál að eyða Iífi. Jafnvel í nafni mannúðar og kærleika er hægt að eyða mannslífi. En hefur þetta ekki verið þannig gegnum aldirnar? Hefur ekki sjálf kirkjan eytt mannslíf- um í nafni kærleikans? Jú, það er lítill vandi að finna dæmi of- beldis og eyðingar í kirkjusög- unni, meira að segja þar hefur Dauðinn og Hel fengið ítök. En hvernig er kirkjan í dag? Er virkilega það sama uppi á ten- ingnum hvað varðar eyðingu mannslífa? Yfir 90% þjóðarinn- ar teljast vera kristin og þetta „kristna" fólk hefur í gildi lög, sem leyfa eyðingu mannslífa. Skyldi komandi kynslóðum verða bent á þennan þátt í mannkynssögunni, þegar árið 2301 verður farið að kenna um okkar tíma? Ætli þessi lög um eyðingu mannslífa verði notuð sem rök gegn kristinni boðun, eins og andstæðingar kristninnar nota mannkynssöguna gegn kristni á okkar tíma? Fóstureyðingar eru ekki ann- að en eyðing mannslífa. Þú getur haft aðra skoðun á málinu en þú kemst ekki framhjá því að fóstr- ið er lifandi, hefur sjálfstætt æða- kerfi, næringarnám og eigin lík- ama. Það hefur öll atriði, sem skilgreining sjálfstæðrar lífveru tekur til. Þú veist að fóstrið lifir sjálfstæðu lífi í móðurkviði. Það getur dáið og móðirin lifað, einnig hei'ur það gerst að móðir- in hafi dáið og fóstrinu verið bjargað lifandi. Þetta er sönnun þess, að barn í kviðið móður lifir eigin lífi í sínu umhverfi. Það virðist vera reyndin að hugsjónin um að varðveita líf en ekki eyða, sé á undanhaldi þrátt fyrir alla siðfræði eða boðun. Allar stéttir þjóðfélagsins láta eyða fóstrum. í fréttum sjón- varpsins 2. október sl. voru fóst- ureyðingargerðarað umtalsefni. Eitt það sem mér fannst verst við þessar fréttir var sú staðreynd að fóstureyðingar eru algengastar hjá ungum stúlkum. Ég sé tvær meginástæður fyrir þessu. Sú fyrri er uppeldið og líf- ernið. Ungar stúlkur fá ekki það uppeldi, sem varðveitir þær frá ótímabærum samförum. Þetta er meðal annars vegna þess að þær eru ekki fræddar um hvað Guð hefur sagt. Þeim er ekki bent á gildi þess að eiga hreina æsku. Nú er um að gera að „taka þátt í lífinu". Eg þekki dæmi um gangstæða boðun. Dóttir mín og fleiri, sem voru nemendur hjá mér í líf- fræði, sögðu mér eftirfarandi. Þegar þau voru á ellefta og tólfta ári voru þau látin læra „Um manninn" í skólanum. Þá var þeim kennt um getnaðarvamir og kynfærin. Þau voru meira að segja hvött til að mynda sam- band við gangstætt kyn til sam- fara. Kennarinn sagði að það væri sjálfsagt og eðlilegt. Þetta er sem betur fer ekki algilt um kennslu í þessum fræðum. En það er víst að svona kynfræðsla

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.