Afturelding - 01.10.1985, Qupperneq 12

Afturelding - 01.10.1985, Qupperneq 12
Mynd: Arni Johnsen Skírnin dyr inn i fjölskyldu Gads Diiníel Glad skírir í vatni. Ídýfingarskírn er áríðandi skref, fyrir þann, sem ákvörðun hefir tekið í að lifa sem kristinn einstaklingur. Biblían sýnir, að trú og skírn renna saman í eitt. „Sá sem trúir og verður skírður, mun hólpinn verða". Mark. 16.16. Þegar Jesús gaf lærisveinum sínum hlutverkið að prédika fagnaðarerindið, þá var boðið svo skýrt, sem nokkurt getur ver- ið. „Farið því út og gjörið allar þjóðir að lœrisveinum. Skírið þá (lærisveinana) í nafni Föðurins, Sonarins og í nafni Heilags Anda og kennið þeim að halda al/t sem ég hefi boðið yður." Matt. 28. 19—20. Skýrara var ekki hægt að segja það. Boðun skímarátti að hafa þýðingarmik- ið rúm í boðun þeirra. Allir sem tóku í móti fagnaðarerindinu, áttu að skírast. Þessvegna er boðskapur skírnarinnar í afger- andi sæti íboðuninni. Biblían sýnir að skírnin er tengd reynslu frelsisins. Hún fylgir eftir afturhvarfi til trúar. Nýja testamentið gefur enga frestun á skírn, eða drætti, þegar viðkomandi hefir endurfæðst til lifandi trúarog vonará Jesú. Þegar Ananías kom með boð- skapinn til Sáls frá Tarsus, (síðar Páls Postula) þá sagði hann: „Hvað dvelurþig nú?" Augljóst er að frelsi hins kristna manns, er í einingu með skírninni. Skírninni má líkja við vígslu. Eins og maður og kona verða eitt og tilheyra hvort öðru, þá verðum við fyrir skírnina í vatni, í nafni þrenningarinnar vígð til að samgróast við Jesú. Við tilheyrum honum og hann

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.