Afturelding - 01.10.1985, Blaðsíða 13

Afturelding - 01.10.1985, Blaðsíða 13
—Einar J. Gíslason þýddi tilheyrir okkur. Skírnin er til Jesú Krists, eins og hann bauð í nafni Heilagrar þrenningar. Fyrir brúðkaup, þá hafa brúð- ur og brúðgumi, orðið sammála um brúðkaupsdag. Þau elska hvort annað. Hliðstætt á sér stað í afturhvarfi og frelsast fyrir Jes- úm Krist. Skírnin verður síðan hin opinbera athöfn á því sem átt hefir sér stað hið innra með ein- staklingnum. Brýrnar bak við hið gamla eru brenndar og brotnar. Nú hefst gangan í hin- um nýja og lifandi vegi, sem er Jesús og liggur til lífsins. Skírnin erútskýrð í Rómverja- bréfinu 6. kapitula, sem greftrun hins gamla i lífi okkar. Það á að deyja og verða að engu. Þetta gerist í ídýfingunni. Þegar hinn skírði rís upp úr vatninu, þá hefir það sem við skiljum ekki, átt sér stað. Nú byrjar framganga í end- urnýjungu lífsins. Páll líkir því sem Guð gjörir í lífi hins trúaða og skírða, við það sem gerðist í Jesú áður en Hann var reistur upp frá dauðum. Þessvegna er falinn stórkostlegur sigurmögu- leiki í skírninni. Grafa hið gamla og liðna. Vekja það aldrei upp aftur. Byrja nýtt líf. Þvílíkt tilboð Drottins um hjálp og blessun! Skírnin er um leið dyr inn í staðbundinn söfnuð þeirra, sem eru frelsaðir og skírðir. Eins og nýgift hjón stofna til heimilis, á nýjan hátt, þannig þurfum við frelsaðir og skírðir að eiga and- legt heimili, samstætt við trú okkar. Frelsið og skírn í vatni, leiða okkur inn í fjölskyldu Guðs. EvangeliHárold21/3-1985. Hgt á Guð ogvarð alhcill! ívar Eriksson læknaðist af sárum verk i mitti og fótlegg. Þegar svo var komið að þrautimar voru orðnar óbæri- legar bað hann Guð að hann mætti kveðja þetta líf — en síðan lofaði hann Guði nokkru ef hann tæki burtu verkinn. . . Ivar, sem kominn er á ní- ræðisaldur þótt ótrúlegt megi virðast, á að baki 33ja ára starf sem járnbrautarstarfs- maður og lestarstjóri. Hann komst til trúar á sjötugsaldri. Um það leyti veiktist sonur hans, Jón, af krabbameini. Sonurinn dó en hafði áður meðtekið Jesú Krist sem frels- ara sinn. Þessi tryggi, vinalegi og glaðlegi maður vann fljótt hugi safnaðarins í Vasa, þrátt fyrir að hann væri ekki með- limur í söfnuðinum. Hann hikaði þegar að skírninni kom og hvorki kona hans, Signe, né aðrir ráku á eftir honum. Mörgum árum síðar veikt- ist Ivar heiftarlega. Hann fékk mjög slæman verk í mittið og annan fótlegginn, gekk á milli lækna en þeir gátu ekki kom- ist fyrir verkinn. Hann fékk sterk meðöl og gat með herkj- um komist á milli í hjólastól. Hann komst ekki óstuddur í bólið. Dag einn lá hann í móki, verkurinn varð sífellt verri. Hann settist á stól og bað af hjarta til Jesú. „Kæri Jesú, taktu mig burt — ég er reiðu- búinn ... en ef þú læknar mig, þá skal ég taka skírn." Að því búnu tók Ivar töflu, sofnaði og svaf til morguns. Þegar hann vaknaði næsta morgun var verkurinn horf- inn og Ivar lofaði Guð! Hann hefur ekki kennt sér meins síðan. Stuttu síðar tók þessi átt- ræði maðurskírn til Krists. Það megið þið vita að það var lukkulegur maður sem steig upp úr skírnarlauginni. KB885

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.