Afturelding - 01.10.1985, Page 15

Afturelding - 01.10.1985, Page 15
Matthías /Egisson: Tillitsscmi kostur eða löstur ? Tillitssemi er í eðli sinu góðra gjalda verð. Eldri kona kemurað afgreiðsluborði móð og másandi. Af einskærri tillitssemi hleypum við henni strax að þrátt fyrir að hún sé búin að bíða skemmst. En getur tillitssemin verkað nei- kvætt — getur hún gengið of langt? Vissulega! Þegar tillitssemin er komin á það stig að við erum ekki lengur við sjálf, þá er komið í óefni. Þegar hún er komin svo langt að við viljum ekki særa fólk með sannleikanum, þá er komið í óefni. Þegar við erum farin að fela okkur og okkar innri mann bak við skel tillitsseminnar, þá er komið í óefni. Þeir sem eiga að þoða Guðs orð „hreint og ómengað," leita margir hverjir skjóls innan veggja tillitsseminnar. Himna- ríki skipar sess í ræðum þeirra og hann ekki lítinn; en hinn val- kosturinn, glötunin, er sjaldan reifaður. Viðkvæðið er að þeir vilji ekki særa fólk með því að segja því sannleikann umbúða- laust. Engu að síður vita þessir menn að orð Guðs er tvíeggjað sverð. Enn hef ég ekki heyrt getið um nokkurt það sverð sem ekki særir þegar því er beitt! Oft erum við svo yfirmáta til- litssöm að við segjum hluti sem við meinum alls ekki eða þá hluti sem við finnum að fólk ætl- ast til að við segjum. Með því vegum við að okkar eigin pers- ónuleika — tillitssemin stjórnast af því hvað aðrir hugsa um okk- ur. Flest höfum við reynt þegar einhver vindur sér að okkur og spyr: — Hvernig hefurðu það? Hefurðu það ekki gott? — Ha, ég? Jú, alveg ljómandi, en þú? Við erum of tillitssöm til að angra aðra með líðan okkar. Annar segir: — Heyrðu, varð- andi það sem þú sagðir í gær, átt- ir þú ekki við ... síðan kemur stórkostleg lýsing og útlistun á orðum þínum — nokkuð sem þér hafði aldrei dottið í hug að útskýra þannig. — Ha, ég? Jú, einmitt, þetta er nákvæmlega það sem ég meinti. Ef einhver spyr: — Ert þú trúaður! Ég hefði aldrei trúað að þú færir að elta ólar við svoleiðis hluti. Þú bloss- roðnar en segir síðan: — Ha, ég? Nei, nei, ég hef bara svo gaman af söngnum! Við mennirnir erum afskap- lega takmarkaðir. Með tillits- semi okkar getum við afneitað Guði, afneitað trúnni, sagt þvert ofan í meiningu okkar. En við eigum ótakmarkaðan Guð og þar sem takmarka okkar gætir bíður Jesús og réttir hendina í móti okkur. Erunt við of tillitssöm til að taka á inóti henni? M.Æ.

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.