Afturelding - 01.10.1985, Blaðsíða 16

Afturelding - 01.10.1985, Blaðsíða 16
/HDBIBOGKB Framhaldssagan: Aftur til Iifsins 8.októberl982 Ég held að fjölskylda mín geri sér of miklar vonir eftir niður- stöður rannsóknanna í haust. Að vísu komu þar ekki fram neinar neikvæðar breytingar en ég held samt að á vissan hátt hafi þau orðið ofglöö. Vissulega gleðst ég líka yfir niðurstöðunum en ég finn jafnframt í líkama mínum að ég er enn veik og kannski veikari en nokkru sinni fyrr. 15.októberl982 Nú er ég aftur komin heim eft- ir frumueitursgjöf í Svíþjóð. Dag einn þegar ég er að koma börn- unum í skólann líður mér mjög illa. Það erengu líkara en höfuð- ið liggi enn á koddanum! Ég reyni að láta á engu bera því ég vil ekki valda börnunum áhyggj- um áðuren þau fara í skólann. Ég styð mig við eldhúsbekkinn IV. hluti og finn til svima. Svitinn sprettur fram á enninu. Ég ætla að segja eitthvað við Davíð en get það ómögulega. Tungan límist við góminn og mér til mikillar skelf- ingar heyri ég sjálfa mig tauta óskiljanleg orð. Ég reyni að hugsa skýrt en mér er það ómögulegt. Að endingu leggst ég í sófann, tuldra og bendi í allar áttir. Lars starir á mig og skilur ekki neitt í neinu. Eg finn hvernig ég missi smám saman tilfinningu fyrir tungunni og hægri hendi, ég er úrvinda af þreytu og á erfitt með að halda augunum opnum. Eftir nokkra stund get ég mælt nokkur skiljanleg orð en mér líð- urenn furðulega í höfðinu.Orðin koma slitrótt og ég næ ekki að hugsa heilar hugsanir. Ég verð að tala við lækninn! Lars finnur símanúmerið á sjúkrahúsinu. Ég veit að mér er mjög hætt við blæðingum, fæ til dæmis mar- bletti af minnsta tilefni. En hvað er nú að gerast? Heilablæðing? Ég skjögra í átt til símans eftir að Lars hefur náð sambandi við sjúkrahúsið. — Læknir . . . ég er . . . mér ... líður ekki ... vel. Get ... bíðið!... Get ekki... hugsað ... skýrt. Tungan og . . . hægri hendi . . . eru . . . dofin. — Við skulum fyrst líta í læknaskýrsluna, var svarið. — Þennan lækni þekkti ég ekki og hann þekkti ekki til sjúkrasögu minnar. í hvert sinn sem ég fór á sjúkrahúsið tóku nýir læknar á móti mér. Og það var alltaf sama sagan. Læknirinn sökkti sér niður í læknaskýrsluna á meðan ég sat og beið. Eitt sinn spurði ég lækninn út í meðhöndlunina. Svarið sem hann gaf mér gerði það að verk- um að ég spurði hann einskis

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.