Afturelding - 01.10.1985, Qupperneq 17

Afturelding - 01.10.1985, Qupperneq 17
Hún var send heim til að deyja Sjúkdómsgreinings Beinkrabbi framar. Líklega hefur vandlæt- ingarsvipur minn komið upp um hugsanir mínar því að skyndi- lega kvað við nýjan tón. — Ég sé í læknaskýrslunni að þú ert hjúkrunarfræðingur. Ja, þá skilurðu að hér meðhöndlum við ekki bara sjúkdóminn heldur meðhöndlum við þig. Hræsni, hugsaði ég. Hélt þessi duglegi læknir virkilega að ég sæi ekki í gegnum hann? Þetta var eimnitt vandamálið. Ég vildi meðhöndlast sem manneskja. Það var þó líkami minn sem um var að ræða. En hann var greini- lega uppteknari af sjúkdóminum og einkennum hans en mann- eskjunni sem sat fyrir framan hann. Nú þegar ég lít tilbaka fyrirgef ég honum. Hann var sennilega einn af þeim læknum sem vegna gífurlegs vinnuálags þurfa að hafa á samviskunni að hafa ekki nægan tíma til að sinna öllum sjúklingum sínum sem skyldi. Og þessi uppgötvun að ég var hjúkrunarfræðingur. Atti ég þar með meiri rétt en samsjúklingar mínir? Allir sjúklingar eiga að vera jafn réttháir án tillits til starfsmenntunar. Víst naut ég forréttinda. Ég þekkti af eigin reynslu hvernig lífið gekk fyrir sig á sjúkrastofnunum. En nú skil ég og kenni til með öllum krabbameins sjúklingum sem ekki eru annað tveggja læknar eða hjúkrunarfræðingar. Þeir hljóta að finna til vanmáttar síns þegar þeir leggjast inn á sjúkra- hús. Þegar ég sem þekki til á slík- um stofnunum finn sjálf til óöryggisá köflum. Eftir nokkra stund heyri ég aft- ur rödd læknisins sent hafði gefið sér tíma til að líta í sjúkraskýrsl- una. — Þú ert líklega með vott af heilablæðingu. Ef þér versnar geturðu komið til okkar, annars vonumst við til að þetta lagist af sjálfu sér. En þú mátt alls ekki vera ein. Sjáðu til þess að einhver vaki yfir þér. Bless. Ég lá í móki það sem eftir lifði dagsins. Besta vinkona mín kom í heimsókn. Ég starði á hana. Fannst eitthvað kunnuglegt við veruna sem stóð í dyragættinni en kom henni ekki alveg fyrir mig. Samt hafði hún verið í heimsókn daginn áður. Hún skilaði kveðju frá manni sínum en þegar hún nafngreindi hann vissi ég ekki hver hann var. Engu að síður var hann forstöðumað- urinn okkar og kom til okkar oft í viku hverri. Börnin komu heim úr skólan- um og undruðust það sem gerst hafði. Þau tóku þó gilda þá skýr- ingu að ég væri þreytt og fóru út

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.