Afturelding - 01.10.1985, Síða 18

Afturelding - 01.10.1985, Síða 18
til að ég mætti hvílast í ró og næði. Önnur vinkona mín kom með fullan pott af kjötsúpu. Ég á svo marga góða vini sem ekki geta ímyndað sér hversu mikils virði þeir eru mér þessa erfiðu daga. Enn á ný fæ ég að reyna að ég er forréttinda kona. Það hlýtur að vera ömurlegt hlutskipti að vera með krabbamein ein og yfirgefin af ástvinum og öðru fólki. 5. desember 1982 Ég er aftur búin að fá máttinn, hægt en sígandi. Jólin nálgast. Ég finntil mikillarlöngunarað hitta systkini mín og rifja upp gamla góða daga. Kannski eru þetta síðustu jólin mín, hugsa ég og þau verð ég að nýta til hins ítr- asta. Lars er búinn að fá tveggja vikna frí frá vinnu og börnin eru í öruggum höndum. Ég reyni að komast að hjá norska lækninum mínum og fara í nýja rannsókn. Það er eiginlega kominn tími fyrir nýja frumueitursgjöf en henni verðurað fresta vegna þess að niðurstöður blóðrannsókna voru ekki fullnægjandi. Læknir- inn segir að ég sé laus við ein- kenni sjúkdómsins — að ekki finnist neinn sjúkdómsvísir í blóðinu — en ég megi búa mig undir nýja meðhöndlun í fyrir- byggjandi tilgangi. Síðan koma nýjar rannsóknir í kjölfarið og ég má búast við að krabbameinið blossi uppafturá hverri stundu. — En, bætir hann við, við skulum vona að þú stríðir í móti öllum læknabókum. Ef til vill hef ég sjúkdómsþró- un sem stríðir í móti öllum læknabókum en ekki móti minni bók — bók bókanna. Það er ein- mitt í samræmi við þá bók þegar sjúkir læknast til líkama og sálar. Það er sem ég lifi samtímis í tveimur heimum, náttúrlegum og yfirnáttúrlegum. Krafturinn frá hinum yfirnáttúrlega heimi — andlega heimi — gerir það að verkum að allt samverkar mér til góðs. í og með valda lögmál hins náttúrlega heims mér kjarkleysi og leiða en þá get ég gripið til bænarinnar sem gefur mér öryggi og innri ró. Stundum virkar hún líka sem hleðsla, allt eftir því hver þörfin er hverju sinni. Og þetta er ekkert undarlegt. í bænalífinu fæ ég beint samband við Guð, hann sem hefur skapað minnstu sameind í líkama mín- um og ákvarðað brautir stjarna og himintungla. Ég finn líka að böm okkar sækja í þennan sama kraft —

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.