Afturelding - 01.10.1985, Blaðsíða 19

Afturelding - 01.10.1985, Blaðsíða 19
m þessa sömu uppsprettulind. Á hverju kvöldi sest ég á rúmstokk- inn hjá þeim og við biðjum sam- an. Það er fyrst þá sem ró færist yfir þau og þau sofna djúpum og værum svefni. 15.desemberl982 Jólaundirbúningur. Jólastress. Ég ákveð að víst skulum við halda jól en ekki gegn hvaða verði sem er. Vinur sem líka þjáist af krabbameini kemur í heimsókn. Við tölum lengi sam- an. Baksturinn geturbeðið, hann er ekki svo mikilvægur. Það er annað mikilvægara — vinur í angist og neyð. Tíminn er það dýrmætasta sem við eigum og öll höfum við 24 stundir til umráða á sólar- hring. Það merkir að við erum rík! Hugsið ykkur ef við gætum gefið hvert öðru meiri tíma í jólagjöf. Það myndi áreiðanlega gleðja meira en dýrustu gjafir. Jólin eru góð hátíð og ég hlakka til þeirra. Lifandi ljós, jólagreinarog lifandi frelsari. 24.desemberl982 Aðfangadagskvöld. Fjölskyld- an safnast saman í setustofunni, dekkar borðið og tekur fram jólagjafir. Við sitjum í hring og þökkum Guði. Þökkum fyrir að Lars er á lífi. Þökkum fyrir að ég er svo gott sem góð. Þökkum fyr- ir að við sem fjölskylda getum haldið jól saman. Það er ekki lengur sjálfsagt. Við opnum jólagjafirnar hvert af öðru og gleðjumst sem börn. Hvílíkjól! Á jóladag varð Lars að vinna í hafnsögubátnum. Þar sem ég er ein með börnunum koma eftir- köstin. Ég geng inn í herbergi og græt. Veit ekki af hverju. Elsta dóttirin, 16 ára, kemur inn til mín. Hún reynirað skilja. Reyn- iraðhugga. 29.desember. Nýárið nálgast. Viðburðaríkt ár liggur að baki og nýtt ár bíður okkar sem áreiðanlega verður ekki síður viðburðaríkt. Við vit- um ekki hvað nýtt ár ber í skauti sér en það er gott að geta — hvað sem á dynur — haldið sér í eitt- hvað sem er öruggt — traust og alltaf til staðar. Guð og fyrirheiti hans. Ég les í Biblíunni minni orð sem ylja og hugga: „Óttast þú eigi, því að ég er með þér. Lát eigi hugfallast, því að ég er þinn Guð. Ég styrki þig, ég hjálpa þér, ég styð þig með hægri hendi réttlætis míns." Þessi orð höfða til mín hér og nú. Ég vil mæta nýju ári með opinn faðminn, lifa nærri lífinu, nærriGuði. Framhald í næsta blaði mcpío Undirbúningur EXPLO '85 er nú í fullum gangi. Friðrik Ó. Schram hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri ráðstefriunnar, auk hans vinna að undirbúningi Kristjana Diðriksdóttir og Eirný Ásgeirsdótt- ir. Einnig leggur fjöldi sjálfboðaliða hönd á plóginn, enn vantar samt Ijölda fólks til starfa. Viljir þú leggja hönd á plóginn, þá væri vel þegið að þú hefðir samband við skrifstofuEXPLO'85. Ráðstefnan verður haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð, og hefst að kvöldi föstudagsins 27. desember með almennri samkomu. Kennsla hefst að morgni laugar- dags, kennt verður alla morgna. Síðdegis kemur tveggja tíma dag- skrá, sem send er um gervihnött til allra þáttökulanda EXPLO '85. Dagskráin verður eins uppbyggð alla ráðstefnudagana. Ráðstefnunni lýkur síðdegis á gamlársdag. A kvöldin verða svo samkomur. Þáttakendur í samkomunum vera úr hinum ýmsu kristnu kirkjudeild- um, sönghópar og ræðumenn. Eru allar líkur á að samkomumar verði fjölbreyttar. Allt kristið fólk, sem hefur áhuga á hvatningu og fræðslu um virkari þáttöku í safnaðarlífi er hvatt til að taka þátt í raðstefnunni. Ætlunin er að hafa barnagæslu á staðnum, svo fjölskyldufólk geti óhindrað tekið þátt í ráðstefnunni. Einnig verða seldar léttar veitingar. Þetta er kjörið tækifæri til að taka sér svolítið frí í jólafríinu og hug- leiða það sem Guðsríki heyrir til. Skrifstola EXPLO '85 veitir allar nánari upplýsingar, þar fást fallegir kynningarbæklingar og tekið er við skráningu á ráðstefnuna. EXPLO '85 Stakkholti 3, 105 Reykjavík Sími 91-27460

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.