Afturelding - 01.10.1985, Blaðsíða 20

Afturelding - 01.10.1985, Blaðsíða 20
Breskur myndlistamaður Curtis Hooper trúir því að þessi mynd Áður en hann málaði myndina mótaði Hooper leirmynd í réttri lýsir því þest hvernig Jesú Kristur raunverulega leil út. stærð. Báðir myndir hafa verið birtar í tímaritinu Life. Leit Jesiís svona út Nýandíitsmynd aí Jesú, byggd á Turin- ..Jikklædunum og margra ára rannsóknum Curtis Hooper, fertugur lista- maður frá London, Englandi, var farinn að teikna áður en hann lærði að tala. Hann ólst upp inn- an veggja ensku kirkjunnar og fékk fljótlega mikinn áhuga á teikningum og málverkum sem sýndu ásjónu Krists. Að áliti Hoopers sýndu helgi- myndirnarsem hann hafði einatt fyrir augunum, samúðarfullan Krist; alvarlegan og hógværan. Sú mynd kom ekki heim og sam- an við skilning hans á þeim Jesú sem getið er í Biblíunni. „Mig langaði alltaf að vita,“ segir lista- maðurinn, „hvernig hann leit út í raun og veru.“ Hooper lagði stund á myndlist með brjóst- eða andlitsmyndir sem sérgrein. Dag einn rak á fjör- ur hans mynd af Turin-líkklæð- unum, sem sumir telja vera lík- klæði Krists. Hann komst að því að þessi líkklæði höfðu verið viðmiðun- arpunktur listamanna liðinna alda í viðleitni þeirra til að líkja eftir hugsanlegu útliti Krists, Þessi uppgötvun Ieiddi til sjö ára ítarlegra rannsókna. Hooper tel- ur að árangur þeirra rannsókna sé nákvæmasta mynd sem gerð hefur verið af því hvernig Jesús leit út. Listamaðurinn byrjaði á að stækka myndiraf líkklæðunum í myrkrastofu. Hann grandskoð- aði hvert smáatriði og reyndi þannig að komast að úr hverju myndin samanstóð. Hann ráð- færði sig við menn sem höfðu rannsakað líkklæðin. Því næst fékk hann til liðs við sig hóp sérfræðinga sem aðstoð- uðu hann við að skoða ofan í kjölinn af hverju snjáð og tildrótt myndin í líkklæðunum saman stóð. Þegar hann taldi sig hafa viðað að sér nægum upplýsingum hjó hann út leirmynd af höfuðkúp- unni og andlitinu í eðlilegri stærð. Að því búnu sýndi hann sérfræðingunum verkið. „Ég mætti erfiðleikum," segir hann, „vegna þess að læknar sem sér- hæfa sig í lýtaaðgerðum og krufningum vinna mun meira með vefi sem ekki hafa undan- gengist mikla hrörnun. Þeirra sérgrein eru ferskir vefir.“ Hooper leitaði því til annarra

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.