Afturelding - 01.10.1985, Blaðsíða 23

Afturelding - 01.10.1985, Blaðsíða 23
ir keppnina, koma efninu fyrir undir stimplunum og setja síðan mótorinn saman að nýju. Einfalt en árangursríkt. Stuttu fyrir keppnina klifraði tveggja ára sonur Viðars, Crister, upp í fang föður síns, horfði á hann með tárin í augunum og sagði aðeins: „Pabbi, pabbi . .." Þetta tók Viðar sem tákn frá Guði og það varð ekkert úr smyglinu. Sá sem tók verkið að sér var seinna gripinn af lögregl- unni. — Það var mikið beðið fyrir okkur fjölskyldunni, segir Viðar. Við vorum bænabörn. Þegar við áttum sem erfiðast og hjónaband okkar og fjárhagur var í rústum, greip Guð inn í líf okkar — við frelsuðumst og Guð læknaði okkur. Við fengum eins og að reyna „gamla tímans vakningu." — Það tók Guð aðeins viku að byggja aftur upp það sem hafði tekið okkur 31 ár að rífa niður. Allt okkar líf breyttist. Það má segja að allt hafi orðið nýtt. — Ég fékk líka að reyna kraft Guðs áður en ég komst til trúar. Eitt sinn var ég kominn á 170 kílómetra hraða á klukkustund þegar ég kom skyndilega að krappri beygju. Ég reyndi að hemla en bremsurnar tóku illa. Ég man að þarna hrópaði ég á Guð í neyð minni. Þá gerðist undur. Bíllinn rann eftir beygj- unni án þess svo mikið að skransa. Þetta tel ég hafa verið kraftaverk. — Eitt af því sem talaði sterkt til okkar var vinamissir, heldur Viðar áfram. Þá lagði Laila, kona mín fram bænarefni fyrir vininum. — Það gerðist eitthvað innra með mér þegar ég bað, segir hún, og næstu helgi frelsaðist ég. — Ég áttaði mig ekki á því sem gerst hafði, segir Viðar. En þegar ég hafði áttað mig, taldi ég hjónabandið endanlega glatað. Það var óhugsandi að ég gæti búið við kristna eiginkonu. Viðar undirbjó nýjan bíl fyrir keppni en gaf sér þó tíma kvöld eitt til að fara með konunni á samkomu. — Þetta kvöld gerðist nokk- uð, segir Viðar. Ég frelsaðist og félagar mínir skildu hvorki upp né niður þegar ég sagði síðar að gamla lífið væri að baki. — Nú freistar nýr bíll mín ekki einu sinni lengur. í dag eru Viðar og Laila trú- boðar í fullu starfi. Þau hafa þó ekki alveg sagt skilið við land- leiðina en nú aka þau hana ekki lengur í þeim tilgangi að vinna til verðlauna, heldur til að vinna sálir fyrir Guðs ríki. Þau eru bæði þakklát og ánægð með að mega taka þátt í því starfi. M.Æ. þýddi og staðfærði.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.