Afturelding - 01.10.1985, Blaðsíða 24

Afturelding - 01.10.1985, Blaðsíða 24
msm ilyrir nokkrum árum hitti ég fyrir eldri mann, sem í mörg ár hafði ferðast um sem bóksali. Nú er hann dáinn. En eitt sinn sát- um við og töluðum saman síðla dags. Hann hafði reynt ýmislegt á löngum lífsferli og ég var að vanda forvitinn. Brátt kom að því að hann sagði mér frá þeim stöðum sem hann hafði heim- sótt. — Vegna þess að þú vilt gjarnan heyra um þetta, þá skal ég með ánægju verða við ósk þinni. Og hann tók til máls og sagði: — Fyrir nokkrum árum heimsótti ég þorp hér í grennd- inni, og hann nafngreindi þorp- ið. Þá sem nú seldi ég ýmislegt, bæði bækur og annað, garðyrkju- verkfæri, hjólbörur o.fl. Þegar fólk vildi ekki kaupa af mér kristilegar bækur seldi ég því eitthvað annað. Eg hafði aldrei komið í þetta þorp áður og spurði því hvort nokkrir sann- trúaðir væru þar um slóðir. Ég fékk jákvætt svar og m.a. var nafngreindur Níls nokkur sem bjó með fjölskyldu sinni í skógarjaðrinum þar efra. Ég ákvað að heimsækja Níls sam- dægurs og það gerði ég. Hann var einn heima ásamt börnum sínum og eftir að hafa heilsast á venjulegan hátt tókum við tal saman. Það leið ekki á löngu þar til ég varð þess vís að ég talaði við sanntrúaðan mann en jafnframt varð ég þess var að hann var næsta einfaldur en um- hyggjusamur. Einnig varð ég þess fljótt vis að hann bar virð- ingu fyrir konu sinni og langaði mjög til að kaupa nýja skilvindu því að sú gamla var úr sér gengin og vart nothæf lengur. En ekki vildi hann fara á bak við konu sína, Petru. „Þú getur nefnt það við hana," sagði hann, „en hún vill ekki heyra minnst á neina verslun . . ." Ég spurði hvort hún væri sannkristin en hann hristi höfuð- ið. „Nei, sagði hann, „hún er ekki frelsuð, því miður." Hann varð næsta hnugginn, svo ég spurði einskis meir um það. hún inn og nú var komið að manni hennar að fá skammir. Hann hafði fengið skipun um að hafa matinn tilbúinn þegar hún kæmi heim, en heimsókn mín hafði að nokkru leyti hindr- að það. Þú mátt trúa því að aum- ingja maðurinn fékk að vita hvað hann eiginlega væri. Ég varð Tíu mínútum síðar kom hún heim og ég get sagt þér að við fengum aldeilis að finna fyrir nærveru hennar. Við sátum inni í stofu og börnin voru í eldhús- inu. Eg hef aldrei heyrt annað eins orðbragð og munnsöfnuð. Það var sem hríslaðist kalt vatn niður eftir hryggjarsúlunni og ég óskaði af öllu hjarta að ég hefði aldrei stigið fæti mínum þangað inn. í fyrstu hélt ég að henni væri ókunnugt um nærveru mína, en ég komst fljótt að raun um að svo var ekki, því að stuttu síðar kom bókstaflega hræddur við hana, því að hún var eins og haldin af hinum illa eftir því sem hún hegðaði sér. Meðal annars nefndi Níls nýju skilvinduna en það hefði hann ekki átt að gera því að nú kom orðaflaumur af áminningum um að spara og þar á ofan fékk ég að vita hvers konar náungi ég eigin- legavar. Ef ég væri kominn til að plata einhverju inn á hana þá skyldi ég gæta mín því að það væri hún sem réði í húsinu. — Já, ég fer ekki í neinar grafgötur

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.