Afturelding - 01.10.1985, Síða 25

Afturelding - 01.10.1985, Síða 25
með það, sagði ég. Svo spurði ég hana hvort ég gæti fengið keypt- an mat. Jú, það var auðfengið — ég fann að hún virtist sólgin í peninga. Ég verð að játa að ég hefði aldrei trúað að til væri önn- ur eins manngerð og þessi kona ef ég hefði ekki reynt það sjálfur. Ég reyndi þó að taka þessu öllu með jafnaðargeði og talaði við Níls um það sem til féll en við vorum ráðþrota gagnvart konunni. Veslings maðurinn! Hann var svo bundinn þessu að mér Ieið illa að horfa upp á hann. Að lokum spurði ég hvort þetta færi nú ekki að taka enda, en hann hristi bara höfuðið. — Nei, sagði hann. Hún held- ur þetta út allan daginn allt fram að háttalíma, og það kemur fyrir að hún hættir ekki heldur þá. Ég hef reynt að tala við hana um þetta en það gagnar bókstaflega ekkert. — Hefur þetta alltaf verið svona, spurði ég. Hann svaraði ákveðið. — Nei! Seinni árin hef- ur hún verið alveg ómöguleg. Með öðrum orðum, hún hafði verið ágæt þar til Níls frelsaðist en síðan verið eins og haldin þessu og hann vissi hvorki upp né niður veslings maðurinn. — Þú hefur náttúrlega beðið Guð að frelsa hana, spurði ég Níls. Hann starði á mig langa stund áður en hann svaraði, og augnaráð hans varð undarlegt: — Ég hef beðið Guð í langan tíma að gefa mér nýja konu! Ég varð undrandi og átti ekki orð yfir þetta til að byrja með. — Ertu genginn af vitinu, sagði ég þegar ég loksins náði mér eftir áfallið. bú getur ekki beðið Guð um slíkt. — Taktu því rólega sagði hann. Ég hef beðið hann um nýja konu og þú getur verið viss um að ég fæ hana! Ég hafði fundið áður að Níls var dálítið takmarkaður en þetta var full langt gengið. — Þú verð- ur að skilja, sagði ég og var mikið niðri fyrir, að þetta var það sama og æskja þess að líf sé tekið! Þú getur ekki verið sannkristinn og beðið slíkrar bænar. En hann bara brosti, það var eins og allt mitt vandlæti hrini af honum eins og vatn af gæs. — Þú kærir þig þá ekki um hana, sagði ég að lokum. — Jú, sagði hann, mér þykir vænt um hana áframhaldandi, en þessi andi sem rekur hana svona áfram — ég hata hann af öllu mínu hjarta. Nú kom mat- urinn á borðið og ég tók til við að snæða. Um það bil klukkustund síðar kvaddi ég Níls, sem fylgdi mér út að hliðinu. — Já, já, Níls, sagði ég við hann að skilnaði, næst þegar ég kem fæ ég væntanlega að heilsa nýju konunni þinni. Það var erfitt að sýnast alvarleg- ur. Það sá hann og þá brosti hann dálítið feimnislega. — Það veltur á því hve lengi þú verður í burtu, sagði hann. Margar sjaldgæfar hugsanir hafa snortið mig en sjaldgæfastar hafa þær verið þegar ég yfirgaf þetta heimili. Ég vissi reyndar ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta. Það liðu margirdagaráður en ég var sáttur við þetta feikna- lega þras og sársaukahróp barn- anna, sem hvíldu á mér eins og mara í langan tíma á eftir. Þrem árum síðar kom ég aftur á sömu slóðir og þú mátt vera viss um að mér lék forvitni á að vita um Níls! Ég spurðist ekki fyrir um hann heldur arkaði þangað uppeftir seinni hluta dags. Ég var mjög eftirvæntingar- fullur. Þegar ég nálgaðist hliðið sá ég hann skyndilega. — Halló Níls, sagði ég um leið og ég opnaði hliðið. — Hvað eraðfrétta? Þú mátt trúa því að hann varð hissa. — Nei, ert þetta þú, sagði hann og geislaði af gleði. — Hugsa sér að ég skuli fá að sjá þig aftur! Við héldum upp að húsinu og

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.