Afturelding - 01.10.1985, Blaðsíða 26

Afturelding - 01.10.1985, Blaðsíða 26
wmm ég var hissa á hve andlit hans ljómaði af gleði. Þegar við kom- um að húsinu stansaði hann og hlustaði. Ósjálfrátt gerði ég hið sama og heyrði mjög fyllta en þýða kvenmannsrödd syngja, — Ó Drottinn, hvert ættum við fremuraðfara? Hljómurinn barst greinilega frá húsinu og ég stansaði undr- andi. Það var innileiki í þessari fylltu rödd — einlægni sem bar vott um að röddin kom frá hjarta sem varvígtGuði. — Hver syngur svo fallega, spurði ég. — Það er nýja konan mín, sagði hann brosandi. — Hún er næstum alltaf syngjandi. Eg stóð þarna mállaus góða stund. Þig grunar ef til vill hvernig mér var innanbrjósts. — Þú segir þó ekki að þú sért búinn að eignast nýja konu, sagði ég og starði á hann. — Jú, sagði hann ákveðinn, — svo að þú sérð að Guð heyrir bænir. Ég varð alveg dolfallinn. — Svo Petra er þá dáin? — Já, hún er dáin, sagði hann rólega, en komdu inn og við skulum fá okkur matarbita. Loksins komst ég til sjálfs mín og spurði hvenær hún hefði dáið. — Það eru nákvæmlega átta mánuðir síðar, sagði hann. Ég fann hvernig fyrirlitning mín á honum óx. Átta mánuðir síðan Petra dó og hann var fyrir löngu giftur aftur. Einfaldi og heimski Níls, sem hélt að Guð stæði að baki slíku. Nei, hugsaði ég, það er ekki Guðs verk. Nú jæja, við gengum inn og töluðum ekki frekar um nýju konuna hans — ég hafði fengið mig fullsaddan af því! Við höfðum setið um það bil tíu mínútur þegar við heyrðum hringl í pottum og kirnum, og ég sá af brosi Níls að nýja konan var að verki. Persónulega hafði ég lítinn áhuga. Mér fannst vægast sagt lítið til þessa málefnis koma. Eftir stutta stund opnuðust dyrnar og þar stóð Petra ljóslif- andi í dyragættinni! Ég hélt mér fast í stólinn svo ég hrykki ekki um koll. Hún kom beint til mín og heilsaði: — Þú þekkir mig kannski ekki aftur, sagði hún. Þú horfir svo undarlega á mig! — Ég stamaði fram svari að lokum, en ég get ekki að því gert að ég leit allt annað en vingjarn- legu augnaráði á Níls. Hvaða ástæðu hafði hann til að skrökva svona? Petra opnaði dyrnar að stof- unni og bauð okkur að ganga inn. — Börnin koma bráðum úr skólanum, sagði hún og þið skul- uð fá mat og getið skrafað saman ámeðan. Við gengum inn í stofuna og lokuðum dyrunum á eftir okkur. Ég var þögull góða stund því ég vissi ekki hvernig ég átti að hegða mér gagnvart þessum manni. Þegar börnin komu úr skólan- um gældi konan við þau mér til mikillar furðu. Ég leit til Níls sem sat þarna með óútreiknan- legt bros á vör. Mig langar helst til að kalla þig lygara, sagði ég. Þú laugst og sagðir að Petra væri dáin! — Það er engin lygi sagði hann ákveðinn. Hún erdáin. — Útskýrðu þetta nánar sagði ég. Þetta er vægast sagt undar- legt. Þá fór hann að hlæja. Þetta gekk nefnilega hæfilega sárauka- laust fyrir sig á vissan hátt, sagði hann og svo sagði hann mér alla söguna: Það var sunnudagskvöld. Hann var sjálfur á samkomu en Petra var heima. Eftir að hafa háttað börnin settist hún við eld- húsborðið og þar sofnaði hún og dreymdi að hún kæmi að hliði en hliðið var svo undarlegt. Það varð lægra og lægra því nær sem hún kom. Fyrir innan var allt svo dásamlega bjart og fallegt og hún fékk löngun til að koma inn- fyrir en það virtist ómögulegt, því að hliðið var það lágt en hún varð að beygja sig alveg niður að jörðu til að komast inn fyrir og það vildi hún ekki. Meðan hún stóð þar reið yfir því að hliðið var svo lágt vaknaði hún. I sama bili kom ein dóttirin úr svefnher- berginu og vafði höndum sínum um hálsinn á henni og grét. — Mamma, ef þú bara Ieyfðir Jesú að ráða þá yrðir þú góð eins og aðrar mæður, sagði telpan. Petra háttaði barnið aftur en drauminn losnaði hún ekki við né heldur það sem barnið sagði. Þegar Níls kom heim frá sam- komunni sat Petra við eldhús- borðið og grét. Litlu seinna beygði hún sig og varð þess vör að hliðið var hvorki of lágt né þröngt. Það kvöld dó Petra, sagði Níls að lokum og sama kvöldið fékk ég nýja konu sem ég hafði beðið um, því að hún hefur verið allt önnur síðan. Hún er ekki þekkj- anleg lengur eins og þú hefur líklega sjálfur séð. Mánuði seinna var hún grafin með Kristi í niðurdýfingarskírn. — Þú, Níls, sagði ég. Þú baðst Guð um nýja konu en segðu mér nú, kom svarið á þann hátt sem þúhafðirbúistvið? Níls leit á mig steinhissa. — Já, auðvitað, sagði hann. Hvernig hélst þú að ég hefði hugsað mérað það kæmi? Gamli sölumaðurinn hló þeg- ar hann sagði mér þetta. Þýtt: Garðar Loftsson.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.