Afturelding - 01.10.1985, Page 27

Afturelding - 01.10.1985, Page 27
TI ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDAR FRETTIR - ERLENDA FAGNAÐARERINDINU FYLGJA BÆTT LÍFS- KJÖR Hvítasunnuhreyfingin cr lang- stærsta kirkjudeild mótmælenda í Mexíkó. Hún er jafnframt sú kirkjudeild, sem hraðast vex í land- inu. Hvítasunnuhreyfingin saman- slendur af 800 kirkjum, sem hafa um 80,000 safnaðarmeðlimi. Hér eru einungis taldir þeir, sem hafa látið skírast biblíulegri niðurdýfing- arskírn. Cornelio Castelo, fulltrúi í stjórnarnefnd Alheimsmóts hvíta- sunnumanna, segirað gerð hal'i ver- ið rannsókn á þessum öra vexti Hvítasunnuhreyfingarinnar í Mexí- kó. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu eftirfarandi í Ijós: 1. Megin ástæða: Líkamlegar lækningar. 2. Fagnaðarerindið er llutt fátækum. Þvi fylgja bætt lífs- kjör. Castelo sagði: „Ég veit engin dæmi þess að fólki hafi ekki farnast betur eftir að það snerist lil lifandi trúar. Foreldrar, sem engrar skóla- göngu höfðu notið, sendu börnin sín í framhaldsskóla og háskóla". Þetta hefur einkennt Hvítasunnu- vakninguna um alla Suður-Amcr- íku. Mexíkanskir Hvítasunnumenn eru þakklátir fyrir stuðning er- lendra trúsystkina, en allir leiðtogar og stjórnarmenn hreyfingarinnar eru innlendir. IPPA 1085 FJÖLSÓTTAR SAM- KOMUR í NÍGERÍU í sumar voru haldnar vakningar- samkomur í Nígeríu og sóttu þær yfir 800,000 manns. í Nígeríu verð- ur að fá leyfi stjórnvalda til að halda opinberar samkomur. Samuel Odunaike, forseti Evangelíska sambandsins í Nígeríu og Madagaskar, sagði frá því að 5,000 manna kór og 700 sálusorg- arar liafi tekið þátt í samkomuhald- inu. Að baki stóðu 20,000 bæna- hópar og meira en 11,000 manns snerust lil trúar. „Andi Drottins starfar í dag“, sagði Odunaike „og fólk er opnara fyrir fagnaðarerindinu í dag, en það var fyrir 10 árum síðan“. IPPA 1085 NÝR LEIÐTOGI AOG Hvítasunnuhreyfingin Assembl- ies of God, sem er hin stærsta í Bandaríkjunum, hélt nýverið aðalþing í San Antonio, Texas. Á þessu þingi lét Dr. Thomas A. Zimmcrman af störfum, sem aðal- leiðtogi samtakanna. í stað hans var kjörinn G. Raymond Carlson, sem verið hefur nánasti samstarfs- maður Zimmcrmans frá árinu 1969. Þingið sátu 12,000 fulltrúar hvaðanæva að úr Bandaríkjunum. Þingið samþykkti harðorð mót- mæli gegn vaxandi klámöldu, sem veður yfir Bandaríkin. Þingfulltrú- ar samþykktu að styðja ekki á neinn hátt við þá aðila, sem fram- leiða og llytja klám fyrir almenn- ingssjónir. IPPA 1085 OFSÓKNIR í KJÖLFAR ÁKVÖRÐUNAR Fyrir nokkru settu Foursquare- hvítasunnusöfnuðurnir sér það markmið að stofna 2,000 nýja söfn- uði í Bandaríkjunum fyrir aldamót- in. Frá því að þessari ákvörðun var lýst opinberlega hefur ekki linnt of- bcldisverkum og albrotum, svo sem þjófnuðum, skemmdarverkum og íkveikjum, gagnvart söfnuðunum. Einnig hafa starfsmenn safnaðarins verið óvanalega pestsæknir og margir verið hindraðir af veikind- um. Til að mæta þessum árásum óvinarins var ákveðið að taka 9. október til bæna og föstu. Munu meðlimir safnaðarins um allan heim taka þátt í bæninni og föst- unni. IPPA 1085 KVIKMYNDAHÚS VERÐUR MYNDVER K.vikmyndahúsið „Spegillinn" í Stokkhólmi gengst nú undir miklar breytingar. Sjónvarpslélag nor- rænna hvítasunnumanna TV-INT- EF* hcfur keypt húsið og á að breyta því í myndver þar sem unnar verða sjónvarpsmyndir. Sverre Larsson framkvæmdastjóri segir að hinir kristnu verði að taka markverðan þátt í baráttunni um sjónvarps- áhorfendur. HV4285 KROSSFESTINGAR- DAGURJESÚ KRISTS Jesús Kristur var krossfestur föstudaginn 3. apríl, árið 33 e.Kr. Þetta staðhæfa ensku vísinda- mennimir Colin .1. Huntphreys og W.G. Waddington, sem báðir starfa við háskólann í Oxford. Þeir birtu niðurstöður sínar í vísindaritinu „British Science". Vísindamennirnir komust að þessari niðurstöðu með því að end- urgera dagatal Gyðinga og með því að dagsetja tunglmyrkva, sem Biblí- an og aðrar sagnfræðilegar heimildir greina frá. Vísindamennirnir benda á að guðspjöllin segja öll frá því að Jesús hafi dáið nokkrum stundum áður en hvíldardagur Gyðinga hófst, við sólsetur á föstudegi, og að innan eins dags rann upp páskahátíðin. Gyð- ingleg hátíð, haldin þegar tungl er í fyllingu. IPPA 1085

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.