Afturelding - 01.10.1985, Blaðsíða 28

Afturelding - 01.10.1985, Blaðsíða 28
/MtMlOGl ff manstu stund... ** Viðtal við Guðnýju og Elísabet Eir Nýverið kom út hljóm- plata, sem ber nafnið „manstu stund ...". Flytj- endur eru pœr Guðný Ein- arsdóttir og Elísabet Eir Cortes, ásamt Magnúsi Kjartanssyni, stúlkum úr Öldutúnsskóla og hópi ungra barna, sem kallast „Sólskinsbörn". Fjöldi tón- listarmanna leggur hönd á plóginn við undirleik á plötunni. Magnús Kjart- ansson stjórnaði upptöku, syngur með og leikur á hljóðfœri. Platan var tekin upp í Hljóðrita í Hafnar- firði að mestu leyti. Loka- vinnsla hennar fór fram í Supreme hljóðverinu í Stokkhólmi. Reynt var að vanda frágang eftir fremsta megni og ber flestum sam- an um að vel hafi tekist til. Lögin heita: Morgun- stjarna; Sólskinsbarn; Hið besta Ijóð; Morgunsöngur; Gættu ætíð að; Á bjargi byggði/Dagur hver með Jesú; Manstu stund; Faðir vor; Kvöldbænir; Símstöð- in; Ó, Jesú bróðir besti; Nú legg ég augun aftur. Fíla- delfia-Forlag gefur plötuna út. Við hittum söngkon- urnar og spurðum pœr um gang mála. Hvernig er að syngja inn á hljómplötu? Guðný: Það er meiriháttar puð.., en mjög gaman. Elísabet: Ég er sammála því að það var erfitt, en erfiðið gleymdist í öll- um skemmtilegheitunum. Guðný: Það er auðvitað stór punktur í lífinu að gera svona plötu, þetta er tími, sem ég mun lengi hugsa til með bros á vör.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.