Afturelding - 01.10.1985, Qupperneq 29

Afturelding - 01.10.1985, Qupperneq 29
Hvað var svona skemmti- legt? Elísabet: Að fá að syngja, vit- andi að maður var að vinna að einhverju, sem hefur tilgang. Einnig var samstarfsfólkið og samvinnan við það mjög skemmtileg. Guðný: Það var gaman að syngja, þótt vinnutíminn væri auðvitað mjög albrigðilegur. Við byrjuðum oftast á kvöldin, eftir þessa venjulegu vinnu og vorum að fram á nótt. Þið minnist á tilgang með þessari plötu. Hver er tilgang- urinn? Guðný: Að kenna fólki að biðja og ekki hvað síst börnum. Við vitum að börn og unglingar læra gjarnan lög og söngtexta. Aftur á móti fer það minnkandi að þeim séu kenndar bænir á heimilum. Því gerðum við svona söngbæna plötu. Fólk lærir lögin og textana, þar með kann það bænirnar! Elísabet: Ég vona að fólk vakni til umhugsunar við að hlusta á þessa plötu. Margir kunna bænir og vers en fara méð þetta eins og þulu, alveg hugsun- arlaust. Þarna birtist þetta efni í svolítið öðru samhengi en venju- lega og hrærir kannsku svolítið upp í öllum venjulegheitunum. Þarf að kenna fólki að biðja? Elísabet: Ég held að það að biðja lærist ekki af sjálfu sér. Meira að segja lærisveinar Jesú komu til hans og báðu hann um að kenna sér að biðja. Guðný: Það skortir á að börn- um sé kennt að biðja í dag. Áður voru það ömmurnar, sem höfðu tíma fyrir börnin og kenndu þeim bænir og vers. Nú eru ömmumar víðs fjarri og foreldr- arnir hafa lítinn tíma fyrirbörn- in. Það þarl’ að bæta úr þessu, við verðum að finna leið til að kenna bænir. Elísabet: Það er nauðsynlegt að kunna að biðja, því það eru það alltof margir, sem grípa aðeins til bænarinnar þegar eitthvað amar að. Auðvitað er bænin ekki bara ætluð sem eitt- hvert neyðarúrræði, til þess eins að gleyma henni og þeim sem við biðjum til. Bænin er samtal við Guð, sent á við hvenær sem er. Er eitthvað að því að fólk biðji, þegar á bjátar? Elísabet: Já, mér finnst það. Myndir: Sigurður Þorgeirsson

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.