Afturelding - 01.10.1985, Page 30

Afturelding - 01.10.1985, Page 30
Mynd: Guöni Einarsson Mynd: Guðni Einarsson Stúlkur úr Öldutúnsskóla. því það lýsir svo eigingjarnri al'- 5u til bænarinnar. Bæn á ekki vera eigingjörn. Tökum sem mi bænina „Faðir vor“, sem Jesús kenndi lærisveinunum. í þeirri bæn kem ég sjálf ekki f'yrst, eins og vill gjarnan vera þegar við biðjum. Fyrst er það Faðir- inn sem er ákallaður og lofaður, nafn hans helgað, beðið um að ríki hans komi og að vilji hans verði. Fyrst þar á eftir koma mínar þarfir. Flutningur ykkar á „Faðir vor“ hefur vakið nokkra um- ræðu og sýnist sitt hverjum. Hvað vakti fyrir ykkur? Guðný: Bænin „Faðir vor“ er beðin hvarvetna í heiminum, þar sem kristna menn er að finna. Þessi útgáfa „Faðir vor“ er ættuð frá Trinidad í Vestur-Indí- um. í þessu lagi má greina áhrif reagge og negrasálma. Takturinn er þungur og bænin er flutt í formi víxlsöngs. Forsöngvari syngur sjálfa bænina og hópur söngvara (söfnuðurinn) tekur undir í viðkvæðinu „helgist þitt nafn“. Við höfum stundum fengið áheyrendur okkar til að taka undir viðkvæðið og það kemur mjög jákvæð tilfinning í hópinn. Hafið þið ferðast víða til að kynna plötuna? Elísabet: Já við höfum farið víða og þetta hefur verið mjög skemmtilegt. Við byrjuðum í Reykjavík með kynningartón- leika og fórum síðan til Kella- víkur. Þar gerðist einn “aðdá- enda“ svo kræfur að stela mótor- hjólinu mínu til minja, -það fannst þó aftur lítillega skemmt. Næstu helgi þará eftir fórum við til ísafjarðar og Bolungarvíkur. Okkur var mjög vel tekið og það > svo vel að við vorum beðnar að koma afturtil Bolungarvíkur. Þá komum við frani í spurningar- keppni, sem Sjálfsbjörg stóð fyr- ir. Næst fórum við norður og sungum í kirkjunni á Ólafsfirði og tveim stöðum á Akureyri. Síðast vorum við í Vestmanna- eyjum og það stendur til að fara víðar. Okkur hefur allstaðar ver- ið mjög vel tekið og við höfum eignast marga góða vini. Guðný: Það hefur verið mjög skemmtilegt að hitta allt þetta fólk, flesta hefur maður aldrei séð áður og þeir hafa verið svo vinalegir. Það er uppörvandi að sjá fólk ómaka sig á hljómleika til að hlusta á okkur. Við höfum alltaf talað við áheyrendur um leið og við seljum plötur eftir hljómleikana. Fólk hefur verið jákvætt og þakklátt og það styrk- ir okkur í þeirri trú að við höfum mætt ákveðinni þörf með þessari plötu. Eigið þið ykkur framtíðar- drauma? Elísabet: Já, ég á mér marga framtíðardrauma. Mig langar til að ferðast og skoða heiminn, ekki hvað síst þá hluta heimsins sem liggja utan áhugasviðs ferðaskrifstofanna. Guðný: Mig langar nú bara að komast eitthvert úr janúarnepj- unni og í hlýrra loftslag yfir háveturinn . . . gé. Sólskinsbörn.

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.