Afturelding - 01.10.1985, Blaðsíða 31

Afturelding - 01.10.1985, Blaðsíða 31
Síl Geíur þií jólagjafir? Það er stór liður í jólahaldi ís- lendinga að gefa gjafir. Um leið og jólin nálgast, hefst mesta kauptíð ársins. Fólk kaupir gjaf- ir. Ég reikna með því að þú gleðjir með gjöfum á komandi jólum. En hvernig jólagjafir gef- ur þú? Ég er nærri viss um að þú seg- ist aðeins gefa góðar gjafir. Hvað eru góðar jólagjafir? Eru það gjafir, sem þér þykja góðar, eða sem þiggjanda þykja góðar? Best er að þetta fari saman. Við þekkjum eflaust einhverja krakka, sem heldur vilja fá harða pakka en mjúka. Yfirleitt eru nytsamir munir í mjúku pökk- unum, ekki sérlega ánægjulegir, en nauðsynlegir. Tvímælalaust góðar gjafir. Miklu skemmti- legra er að fá harða pakka. I þeim leynast leikföng, bækur og jafnvel konfektkassi. Ekki alltaf nytsamt, en bráðskemmtilegt. Ég er viss um að þú gefur aðeins góðar gjafir, en gætir þú gefið betri gjafir? Hvaða boðskap færa gjafir þínar? Veistu að margir vita ekki hvaða gjafir þeir eru að gefa vinum sínum. Ég minnist þess að ég heyrði um fullorðið fólk, sem fór í bókabúð. Þar keyptu þau jóla- gjöf handa lítilli vinkonu sinni. Afgreiðsludaman benti á nýút- komna bók, þýdda úr dönsku. „Þessi er sú alvinsælasta núna", sagði hún með bros á vör og seldi hjónunum bókina. Þegar stúlkan litla opnaði pakkann varð hún glöð. En þegar for- eldrarnir fóru að glugga í gjöf- inni, komust þau að því að bók- in var barmafull af lágkúru og óþverra. Þau vildu ekki láta barnið sitt lesa þennan sóðaskap og útskýrðu það fyrir stúlkunni um leið og þau tóku af henni bókina. Þetta olli misskilningi og sorg. Þessi gjöf færði slæman boðskap. Veistu að gjafir þínar geta haft áhrif til ills og góðs á viðtakanda. Boðskapur gjafanna getur skipt meginmáli. Þú getur ekki aðeins gefið góðar gjafir, heldur betri gjafir. Ef þú ætlar að gefa bók, hví ekki að gefa bók með já- kvæðum boðskap. Ef þú ert í vandræðum með hvað þú átt að gefa unglingum og yngra fólki, hví ekki að gefa því góða hljóm- plötu. í Reykjavík eru starfandi verslanir sem selja kristilegar bækur, hljómplötur og gjafavör- ur. í þessum verslunum getur þú fundið eitthvað við þitt hæfi. Þeir sem búa utan Reykjavíkur geta fengið vörur sendar í pósti. Auk þess sem umboðsmenn kristilegra forlaga eru víða um land. Þær verslanir, sem hér um ræðireru Verslunin Jata, Hátúni 2 (sími 91-20735/25155); Kirkjuhúsið, Klapparstíg 25 og Verslunin Frækornið, Skóla- vörðustíg 16. Það sakar ekki að geta þess að flest sem fæst í þessum búðum verðurað hörðum pökkum. Kaupum betri gjafir fyrir næstujól! ge AFTURELDING jk=s 52.árgangur4.tbl.1985 Útgefandi: Filadelfía-Forlag, Hátúni 2,105 Reykjavik. Sími: 91-20735/25155. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Einar J. Gíslason, simi 91-21111. Setning og prentun: Prentstofa G. Benediktssonar. Uppsagnir miöast við áramót. Vinsam-legast tilkynnið breytingar á heimilisföngum og áskriftum til skrifstofunnar. Árgjaldið er 550 krónur. Ég óska eftir að gerast áskrifandi aö AFTURELDINGU Nafn Heimili Póstnr. Póststöð Fæöingad. Nafnnr.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.