Afturelding - 01.12.1985, Blaðsíða 3

Afturelding - 01.12.1985, Blaðsíða 3
árásargjörn og reyndi að verja mig, oft urðu viðbrögðin mjög fantaleg og varð ég sífellt fyrir ávítum og ákúrurn. Aðstandend- ur fengu að finna fyrir því hvað ég varerfið, einkum mamma. í skólanum Iögðu krakkarnir mig í einelti. Ég eignaðist eina vinkonu, sem hentaði þó ekki alltaf að þekkja mig. Ég varð bitrari og bitrari og herti mig upp, en ég gat ekki falið afbrýð- issemina gagnvart hinum krökk- unum. Fjölskylda mín Hutti í annað hverfi og ég losnaði úr skólan- um, senr ég hataði. Ég var komin á gelgjuskeiðið og leið illa af sí- felldum martröðum og alls kon- ar tilfinningastormum. Ég reyndi að breiða yfir þetta með því að sýnast í jafnvægi, með kulda og kraftastælum. Ég gat ekki þolað væmni og væluskap en virti sanna fegurð, ég byrgði þessar tilfinningar innra með mér. Aðrir skildu mig ekki og móðursýki var mér andstyggð. Þótt ég væri nú komin í nýtt hverfi, þá varég fijóllega búin að fá viðurnefni eins og í gamla skólanum. Ég var búin að fá sér- herbergi og leið vel að vera út af fyrir mig, en ég var hræðilega einmana. Ég þráði tcngls og vin- áttu, en ég var svo hrædd við að verða hafnað að ég brynjaðí mig af. Ég reyndi að vera fráhrind- andi og forðaðist fólk. Þegar skólafélagar mínir fóru að drekka tók ég ekki þátt í því. Þar með Iagðist alveg niður að bjóða mér í bekkjarpartý og að vera með í félagslífinu. Ég hataði vín og það hafði mjög slæm áhrif á mig að sjá drukkið fólk. Ástæða þess kann að vera sú að einu sinni var ég í húsi, þar sem vín var haft um hönd. Allt í einu urðu stympingar og slagsmál, fiöskur flugu í veggina og brotn- uðu, fólkið fór að slást og börnin hlupu hágrátandi og skelfd af hræðslu þarna innan um. Ég sat stjörf af hræðslu og gat mig hvergi hrært. Það stakk mig í hjartað að sjá lítil og varnarlaus börn í slíku húsi og ekki síst að þurfa að sjá og heyra það sem þarna fór fram. Eftir þetta atvik urðu martraðirnar ásæknari og þunglyndi ágerðist. Ég hætli í skólanum og fór að vinna í fiski. Fólkið lét mig að mestu afskiptalausa, en mér fannst það horfa á mig eins og viðundur. Flestir voru í ein- hvcrri klíku. Mér leiddist í vinn- unni og eftir að hafa þraukað í nokkra mánuði sagði ég upp. Ég fór að dunda mér við að senrja ljóð og fékk útrás í þvi. Ljóðin fjölluðu fiest um tilgang lífsins og önnur efni, sem mér cg knsll,ÁÁö,VfKýlr;v.r-—- °g sumt í þeim hHM »• nn' Krakkarnir í skólanum of- sóttu mig og hæddu eins og þau gátu. Einn kennarinn var mér sérstaklega góður. Hún var mjög réttlát og varði mig eftir því sem hún gat. Hún sýndi mér virðingu og stappaði í mig stálinu. Ég var farin að snúa sólar- hringnum við, lá andvaka á nóttinni og svaf á dagin. Þá eign- aðist ég vinkonu, sem kom til mín þótt henni þætti ég stór- furðulcg. Við gátunr talað um margt saman, hún var þroskuð og skilningsgóð. Þessi vinkona kom inn í líf mitt, þegarég þurfti mest á því að halda. í 9. bekk var ég búin að fá pest fyrir þessum lærdómi, skólanum og öllu tilheyrandi. Ég lifði mest í eigin heimi og lét mig dreyma. Ég fórað hugsa mikið um dauð- ann, hversu miklu betra það væri að vera dáin, því mér fannst ég vera öllum til byrði. Lífslöng- uni þvarr og mér var sama um allt. Mamma hafði áhyggjur af mér og dag cinn fór hún að spurja mig út í þetta. Ég sagði henni eins og var og hún lör til sálfræðings mín vegna. voru hugleikin. Ég reyndi að eignast félaga, en var ægilega frosin tilfinningalega. Ef ég fór í partý þá þorði ég aldrei að smakka vín, af hræðslu við eitt- hvað, sem kynni að gerast. Vin- kona mín var stundum hrifin af strákum og mjög hrifin af sum- um frægum stjörnum. Vissi allt um þær. Ég varð aldrei svona hrifin, ég var cins og tilfinninga- laus. Það fóru að sækja á mig hugsanir um framliðið fólk, ég varð hrædd og fannst alls konar andar sækja á mig. Ég varð mjög myrkfælin. Einu sinni sat ég í herbergi mínu og þá fannst mér mikið myrkur og tóm hvelfast yfir mig. Mér fannst ég vera glöl- uð. Þessar andlegu fiækjur ágerðust, ég reyndi að bægja þessu frá, en stundum fannst mér ég vera að sturlast. Ég þráði citthvað sem fyllti upp í tómleika hjarta míns. Þá fékk ég að reyna mjög sérstakt. Mér fannst Guð tala til mín og Frh. á bls. 30

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.