Afturelding - 01.12.1985, Blaðsíða 9

Afturelding - 01.12.1985, Blaðsíða 9
Einar J.Gíslason Afturhvarf mitt Ég fæddist tveimur árum eftir að Hvítasunnuhreyfingin festi rætur í Vestmannaeyjum. Mamma varð Hvítasunnukona strax í upphafi vakningarinnar í júlímánuði árið 1921. Það er því ekki óeðlilegt að segja að ég hafi drukkið boðskapinn í mig með móðurmjólkinni. Sem kornabarn var ég borinn af mömmu til guðsþjónustu- halds í Betel. Kom þetta því eðlilega í mann að fara í Betel. Eftir að Signe og Eric Ericson komu til Eyja 1928 hófu þau sunnudagaskólastarf, sem ég stundaði ár eftir ár. Kristín Jóna Þorsteinsdóttir og Inga Carlson voru túlkar hjónanna. Annan jóladag var ávallt haldin hátíð sunnudagaskólans. Margt var gert til hátíðabrigða, drukkið súkkulaði og bornar fram kökur og ávextir. Mörgum fannst galli á annars ágætu jólahaldi að Eric- son þvertók fyrir það að gengið væri í kringum jólatréð. Þar flutti hann með sér strangan sið frá Svíþjóð. Eitt gerir mér Ericson minnis- stæðari en annað. Þegar ég var átta ára gamall varð ég veikur og lá með beinverki og sótthita. Bað ég mömmu að sækja Ericson til að biðja fyrir mér. Hann kom og smurði mig með olíu, sam- kvæmt því sem segir í fimmta kafla Jakobsbréfs. Ericson setti nokkra dropa á ennið á mér og bað siðan stutta bæn. Mér bráð- batnaði og var ég kominn í skól- ann daginn eftir. Andleg snerting Árið 1932 fékk Ericson góðan liðsstyrk við starfið í Betel. Þá komu Jónas Jakobsson og Ás- mundur Eiríksson til Eyja. Báðir norðlendingar, Jónas Húnvetn- ingur og Ásmundur Fljótamað- ur. Þeir voru góðir ræðumenn og ágætlega skáldmæltir hvor um sig. Það kom hræring í Betel og fólk frelsaðist. Ég fékk að finna fyrir þessari hræringu 29. des- ember 1932. Hún varð nægjan- leg til þess að ég get aldrei gleymt henni. Sitthvað hefti mig á göngunni áfram með Kristi. Það fyrra var að við Ástvaldur heitinn í Miðbæ vorum á bæna- stund og báðum í einlægni. Þá var komið á okkur með snert- ingu og við beðnir um að biðja ekki svona hátt. Þetta var mjög óhyggilegt. Eitthvað slokknaði í barnshjartanu. Mér varð þetta til lærdóms allt lífið. Sjálfur stoppa ég ekki fólk, sem biður hátt og af einlægni. „Betra að það sjóði upp úr pottinum, en að það sjóði allsekki." Við sáum skírnarathafnir og ég bað um niðurdýfingarskírn. Svarið var stutt og laggott: „Þú getur beðið!“ Þetta svar er alls ekki í samræmi við Nýja testa- mentið. Yfirleitt voru menn skírðir þar samdægurs og jafnvel sömu nótt. Lengsti tími sem lið- ur frá afturhvarfi til skírnar í Nýja testamentinu, er í tilviki Páls postula. Hann beið í þrjá daga. Skírn er ekki mælikvarði á fullkomleika, heldur er hún til hjálpar. Ef hún væri mælikvarði á gæði okkar, gæti enginn látið skírast. Upp frá þessu fór ég að gliðna frá starfinu. Ég hætti að fara í sunnudagaskóla og sótti ekki samkomur um nokkur ár. Lifði lífinu eins og fjöldinn og gekk minn eigin veg. Ég var bænabam mömmu og hún, Einar afi og Óskar bróðir voru trúarinnar megin. Systur mínar bendluðu sig ekkert við trú og hafa aldrei gert. Þær giftust allar mönnum, sem létu trúmál í friði og afstaða þeirra einkenndist af afskipta- leysi. Égfrelsast Laugardaginn 17. nóvember 1939 hélt íþróttafélagið Þór upp á merkisafmæli sitt. Sem góður og gegn Þórari var ég þar. Haldin var mikil átveisla með skemmti-

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.