Afturelding - 01.12.1985, Blaðsíða 16

Afturelding - 01.12.1985, Blaðsíða 16
i]r?nmngr Framhaldssagan Aftur til lífs V. hluti Dagana tekur að lengja. Sólin brýst fram úr skýjum æ oftar og vinnur undraverk í okkur og allt umhverfis. Ný orka, nýjar vonir, ný markmið. — Ertu nokkuð að hugsa um að láta af störfum, spurði læknir- inn „minn“ einhverntíma í haust, þegar ég kom í eftirlit. Líttu á veikindi þín sem viðbót- armenntun sem gerir þig að betri hjúkrunarkonu. Orð hans opnuðu mér alveg ný viðhorf. Mér hafði sannarlega fundist, meðan veikindin höfðu varað, að ég væri að búa mig undir nýtt hlutverk en það sneri fyrst og fremst að fjölskyldunni og mínum nánustu. Ef til vill var kominn tími til að ég hefði sam- band við fleiri. Hefur sjúkdóms- reynsla mín gert mér kleift að gefa meira af mér en áður en krabbameinið sýkti mig? Hef ég tíma og orku til að sinna öðrum, án þess að það komi niður á Lars og börnunum? Fyrir ári snerist hugur minn mest um samvistir við aðra. Ég vildi vera með fjölskyldunni hvert augnablik, sem ég átti ólif- að. Við Lars töluðum mikið um þetta. Hann lofaði mér því að ég fengi að liggja heima uns yfir lyki. Ég vildi ekki tærast upp á sjúkrahúsi. Ef sjúkdómurinn næði yfirhöndinni, og það ætti fyrir mér að liggja að veslast upp, þá vildi ég að ég fengi að vera í návist þeirra, sem ég elsk- aði heitast hér á jörð, fjölskyld- unnar. Mér leið betur eftir samtal okkar Lars. Við lifum ekki leng- ur í spennu gagnvart því sem gerist. Veikindin eru orðin hluti af daglega lífinu. Stundum lang- ar mig að fara í stuttar ferðir. Ekki til að komast frá fjölskyld- unni, heldur til að njóta enn bet- ns ur samvistanna við hana þegar ég kem aftur heim. Stuttu ferðirnar veita mér frelsi. Ég verð ein af Ijöldanum. Það þekkir mig enginn. Enginn veit að ég er veik. Enginn spyr hvernig ég hafi það. Stundum tala ég við fólk, sem ekki þekkir mig, og þá kynni ég mig sem kristniboða frá Thailandi. Eðli- lega fylgir þá spurning um hve- nær ég fari næst til Thailands. Það er sjálfgefið að ég sé heima í leyfi. 1 ó.janúar 1983 Já, mig langar aftur til Thai- lands! Þarlendir vinir okkar senda oft bréf og snældur. Þeir skrifa um starfið í miðstöðinni og söfn- uðinum, við lesturinn get ég séð þetta allt fyrir mér. Lagleg börn í hvítum og rauðum skólabúning- um með rauðan kross á brjóst-

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.