Afturelding - 01.12.1985, Blaðsíða 17

Afturelding - 01.12.1985, Blaðsíða 17
Hún var send heim til að deyja Sjúkdómsgreining: Beinkrabbi vasanum. Heillandi kennarar leiða skólastarfið liðlega og án háreisti. 5.febrúar 1983 Lars fer út á kristniboðsstöð- ina til að ljúka byggingunni, sem hann var önnum kafinn við, þegar við urðum að hraða okkur heim í fyrra. Ég finn að hann togast á milli tveggja skauta. Annars vegar gleðinnar yfir að fara aftur til Thailands og starfs- ins í Prachuab, þegar allt gengur í haginn, og svo hins vegar að vera neyddur til fjarveru frá okk- ur í tvo mánuði. Ég skil hann svo vel og honum fylgja heils- hugarblessunaróskir mínar. Mig langaði svo mikið að fara með! En það er ekki hægt, því fyrir liggur stór rannsókn Nú eru þrír mánuðir liðnir frá því að frumueitursmeðferðinni lauk. Stundum þykist ég finna til verkja í líkamanum, og suma daga hvarflar hugurinn ekki að krabbameini. En ég er fljótt minnt á það þegar ég hitti ein- hvern sem spyr um líðan mína. Stundum vildi ég óska þess að fólk hætti að spyrja, að það hefði bara augun opin. Þessar spurn- ingar geta verið íþyngjandi, einkum þegar krabbameinið minnir á sig. Ég veit að fólki gengur gott til, það vill uppörva og sýna umhyggju. En... Það er greinilega vor í lofti. Sólin skín og fuglarnir kvaka. — Þú sem kemur og ferð, mundu að það vorar á ný, stend- ur í anddyri krabbameinsdeild- arinnar. Það er undarlegt að finna til vorsins í sálinni. Ég hef verið fangin af þeirri tilhugsun að það sé óendanlegur vetur. Engu að síður hefur hugsanalíf mitt verið ótrúlega auðugt og fagurt. Mjallhvítur snjórinn hef- ur klædd náttúruna í mjúkan feld og í samræmi við það hefur verið ró og friður í sálu minni. Það er rétt eins og ég hafi verið umvafin þessu mjúka og hreina og það hefur reynst varnarmúr gegn óttanum og örvæntingunni. Mér koma í hug ritningarorð: „. . . fullkomin elska útrekur óttann ...“ Það er aðeins einn, sem er fullkominn, það er Guð. Þessi orð í Fyrsta Jóhannesar- bréfi fjalla um kærleika Guðs. Ég hef aldrei kynnst þessum kær- leika jafn áþreifanlega og eftir að ég veiktist. Það má með sanni segja að ég baði mig í kærleika. Þeim sem rekur burtu óttann og hræðsluna. Enn einu sinni líða dagarnir að vori. Blómin þröngva sér upp úr harðri skorpunni, naktir kvistar skjóta sprotum. Ilmurinn er yndislegur. Öll náttúran baðar

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.