Afturelding - 01.12.1985, Blaðsíða 18

Afturelding - 01.12.1985, Blaðsíða 18
■Bli sig í bjartri vorsólinni. Nýtt líf, ný árstíð, nýr kafli í timans rás. Ég finn að áhrif vorsins grípa mig djúpum tökum. Það er sannarlega eitthvað gott að ger- ast. Getur verið að mér sé að batna? Að ég sé á batavegi en ekki feigðarbraut. Það brjótast í mér nýjar hugsanir. Ef til vill fæ ég að lifa í stað þess að deyja! Sannarlega vissi ég að líf mitt væri auðugt, þótt dauðinn lægi í felum í viku hverri. Nú líður mér eins og ég sé á leið til lífsins. Þegar ég fékk fyrst að vita um- fang veikinda minna lá þetta allt í augum uppi - ég mundi deyja af völdum beinkrabbameins. Ég vissi ekki hvenær, en ég vissi að sjúkdómurinn myndi binda endi á ævi mína. Nú er liðið heilt ár og ég uni mér í fallega heimilinu okkar uppi á litla fjallinu. Út um eldhúsgluggann sé ég undurfagr- an skerjagarðinn og í björtu veðri sé ég allt til meginlandsins, þar sem borgin er með streitu sína og ys. I eynni búum við í öðrum heimi og í veikindum mínum höfum við skotið hér dýpri rótum en við áttum von á. Mér líkar lífið. 28.febrúar 1983 Á morgun á ég að mæta í skoðun á sjúkrahúsinu. Nú eru liðnir íjórir mánuðir frá því að frumueitursmeðhöndluninni lauk og tveir mánuðir frá síðustu skoðun. Um daginn sagði ég við börnin að fyrir dyrum stæði einn ein heilbrigðisskoðunin. Um kvöldið vaknaði Rakel og var óglatt. Hún grét sárt og reyndi að kasta ekki upp. Ég reyndi að róa hana. — Þér líður betur um leið og þú kastar upp, sagði ég. Hún leit á mig með skelfingar- svip. — Það gerist ekki þegar þú ert lasin mamma, svaraði hún. Ég skildi strax hræðslu henn- ar. Rakel litla tengdi ógleðina við sjúkdóm minn. Hún hafði oft verið ein heima til að hjálpa mér þegar ég var sem veikust eft- ir meðhöndlunina með frumu- eitrinu. Ég reyndi að leiða henni fyrir sjónir að ótti hennar væri ástæðulaus. Við settum dýnuna hennar á gólfið og svo lagði ég mig hjá henni þar til hún sofn- aði. Ég var lengi að koma börnun- um í ró í kvöld. Rannsóknin á morgun líkt og opnar gömul sár. Elísabet spurði hvort pabbi væri búinn að ákveða hverri hann giftist eftir að ég væri dáin. Svo spurði hún hvort læknirinn segði mér daginn eftir hversu langt ég ætti ólifað. Einhvern tíma í fyrra sagðist hún von að ég fengi að lifa þar til litla systir yrði tíu ára. í kvöld hækkaði hún aldurstak- markið um tvö ár. Alvara lífsins var farin að setja sitt mark á Elísabetu litlu. — Mamma, ég vildi óska þess að þú yrðir hundrað ára, sagði hún og kastaði sér um hálsinn á mér. Mig langar til að börnin mín eigi ömmu. Elísabet sá aldrei ömmu sína og ég skildi að hún saknaði þess. — Læknirinn hefur ekkert vit á þessu. Af hverju tekur hann ekki krabbameinið úr beina- grindinni. Færðu bara sprautu núna eða ferðu aftur í eiturmeð- höndlun? Sjálf er ég jafn spyrjandi og óörugg og dóttir mín. Sá sem bara vissi hvað mætti mér á morgun! Nú verð ég að komast í rúmið. Það er liðið fram yfir miðnætti. Dagurinn hefur verið langur og þreytandi. Ég legg reikular hugs- anir mínar og allar áhyggjur í umsjá Guðs. Hverjum degi næg- ir sín þjáning, segir í Biblíunni og morgundeginum nægja áhyggjur hans. Ég skríð undir sængina. Rúmið er þegar hlýtt og yndislegt. Rakel litla sefur hjá mér í nótt. Henni þótti það öruggast - og kannski þykir mér það líka. 29. mars 1983 Draumurinn rættist. Ég er aft- ur komin til Prachuab! Þetta gerðist svo hratt. Eitt kvöldið, þegar ég var um það bil að ganga til hvílu, hringdi gömul og góð vinkona til að samgleðj- ast mér með góðar niðurstöður rannsóknarinnar á sjúkrahúsinu. — Þú mátt vita það, sagði hún, að ef þig vantar barnfóstru til að sjá um börnin þá er ég laus í nokkrar vikur. Ég þakkaði henni kærlega fyr- ir og geymdi vinsemd hennar með mér ásamt draumnum um að komast aftur til Thailands. Hingað til hafði það bara verið draumur og þeir kosta ekki pen- inga. Öðru gegndi um flugmiða lil Thailands. Allt frá því Lars fór hafði ég og börnin látið okk- ur dreyma um hvernig væri að búa þar úti. Börnin höfðu þegar skrifað óskalista um hluti sem þau báðu pabba sinn um að hafa með heim. Þurrkaða mangó- ávexti, sælgæti úr pipar, kín- verskar núðlur, gúmíilskó. Næsta símtal eftir að vinkona mín bauðst til að taka börnin, kom frá fyrri vinnuveitanda okkar. Hafði ég getu og áhuga á að fara til Thailands og vera við- stödd lokafrágang á starfsstöð- inni, sem við höfðum hafið bygginu á fyrir þrem árum? Hvort ég gæti! Hvort ég vildi! Þetta virtist allt svo rétt og

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.