Afturelding - 01.12.1985, Blaðsíða 19

Afturelding - 01.12.1985, Blaðsíða 19
satt. Eins og undirbúið í upp- hæðum. Biblían talar um fyrir- búin verk, sem Guð leggur fyrir okkur svo við getum lagt stund á þau. Ég er svo glöð yfir því að fjölskyldan hefur að einkunnar- orðum að leita fyrst ríkis Guðs og réttlætis hans. Því fylgir fyrir- heitið um að allt annað veitist okkur að auki. Mér finnst ég mjög auðug, eins og ég þurfi rétt að nota hluta af vöxtunum af innistæðu minni í himnabank- anum. Á leiðinni frá Noregi til Thai- lands, fór ég að hugsa í flugvél- inni, um nokkuð sem gerðist í vetur er leið. Það var snemma á sunnudagsmorgni. Rakel litla hafði skriðið upp í til mín. Hún var svo djúpt hugsi. Hún talaði um Thailand þar til gráturinn náði yfirhöndinni. — Af hverju getum við ekki flutt aftur til Thailands, snökti hún. Ég spurði hvað henni þætti betra þaren hér heima. — Ég veit það ekki. Það er allt öðruvísi. Þú veist að ég er thai, ég er fædd í Thailandi! Já, Thailand er öðruvísi, mjög frábrugðið og ef til vill einmitt þess vegna svo heillandi. Thai- land hefur oft verið kallað land hlátursins. Heiti þess merkir: Land hinna frjálsu. 5. apríl 1983 í kvöld förum við Lars á veit- ingahús og borðurn eftirmat! Já, það er eftirréttaveitingahús, sem við ætlum á. Maður hefur það á tilfinningunni að veitingastaður- inn sé jafn gamall ætt kínverjans, sem á staðinn. Veggirnir eru kústaðir með gráu steinlími og sterkir tréstólarnir eru líka gráir. Langt afgreiðsluborð úr áli er á gangstéttinni fyrir framan. Allt er grátt, en þetta er heillandi staður. Hér þarf ekkert glingur til að laða að gestina. Nei, það eru eftirréttirnir sem laða að gestina. Fimm stórar skálar með sætindum. Bananar, soðnir í kókosmjólk. Svartar, gular, grænar og hvítar baunir, soðnar í pálmasykri og svo hið dásamlega „kao-niaoen“, eins konar fitug og klístrug hrísgrjón sem bragðast stórkostlega með sætum banönum og léttsaltaðri kókosmjólk. Sælgæti með stóru essi, að okkar smekk. í fyrsta skipti sem thailenskur eftirréttur var borinn á borð fyrir okkur nægði að horfa á hann. Kókos- mjólkinn var eins og gamalt uppþvottavatn, og í því flaut eitthvað sem líktist grænum beitumöðkum. En nú er afstaða okkar gjörbreytt. Það er undar- legt hvað maður getur breyst, ef viljinn er fyrir hendi. Hér getur maður setið stund- um saman og fylgst með mann- lífinu í Iandi hinna frjálsu. Gam- all Kínverji kemur staulandi í náttfötunum. Hann er í daglegri heimsókn á eftirréttaveitinga- húsið. Maður þarf ekki að undr- ast að hann er í náttfötum. Jafn- vel svokallaðar fínar frúr ganga í náttfötum á þessum tíma sólar- hrings. Klukkan er orðin átta að kvöldi og menn eru búnir að fara í hefðbundið bað milli klukkan sex og sjö. Allir eru vel klæddir, en hér er ekki farið eftir neinni tískuforskrift. Allt er leyfilegt, allir litir eru tískulitir. En það er mikilvægt að maður sé í hreinu og straujuðu. Thailendingar leggja miklu meira upp úr klæðaburði en vesturlandabúar yfirleitt. Maður með góða dómgreind er cins og títuprjónn, höfuóiö varnar því að hann gangi of langt. Áhyggjur eru byrði sem Guð ætlaði okkur aldrei að bera.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.