Afturelding - 01.12.1985, Blaðsíða 22

Afturelding - 01.12.1985, Blaðsíða 22
Handleiðsla og vernd Við höfum verið starfsmenn Fíladelfíu-Forlags um tveggja ára bil. Störf okkar felast í því að fara um með kristilegar bækur, hljómplötur og blöð. Við trúum að við séum að gera rétt og finn- um til ábyrgðar vegna Krists. Boðskapurinn um hann þarf að komast inn á hvert heimili í landinu. Víðast hvar er okkur vel tekið. Aðrir hafa minni skilning á störfum okkar. Það skiptir þó mestu að Jesús sagði lærisvein- um sínum að fara út meðal fólksins. Flann segir enn í dag: „Farið og kristnið allar þjóðir og gerið þá að lœrisveinumVið höfum reynt að hlýða þessu kalli. í haust vorum við á Austfjörð- um. Þegar við vorum á Seyðis- firði var mikil úrkoma. Við reynum að haga verki okkar þannig að sinna þéttbýlinu á kvöldin og fara í sveitirnar á dag- inn. Þannig náum við flestum viðskiptavinum okkar heima og nýtum tímann. Nú var eftir að fara á fimm sveitabæi, sem eru út með firðinum norðan megin. Lögðum við af stað í rigningunni og tókum hvern bæinn á fætur öðrum, þar til við komum að næstysta bænum, Sunnuholti. Þá kom til okkar að rétt væri að láta hann bíða og fara fyrst að ysta bænum, Selsstöðum. Þegar við höfðum gegnt erindum okk- ar þar héldum við til baka og nú að Sunnuholti. Þessi óvenjulega breyting gekk þvert á starfsvenj- ur okkar og ekki nein sýnileg ytri ástæða fyrir henni, nema eitt- hvert hugboð. Þetta er í eina skiptið á tveim árum, sem við höfum breytt út af venjunni. Þegar við komum að Sunnu- holti tók Sigurður bóndi á móti okkur með vinsemd og bauð okkur inn. Þegar við höfðum setið svolitla stund fóru hund- arnir að gelta og létu illa. Bóndi fór tvisvar út til að huga að mannaferðum eða hverju því sem olli hundgánni. Ekkert var að sjá. Rétt á eftir rann tvö- hundruð metra breið aurskriða úr fjallinu og yfir veginn, sem við höfðum nýfarið um. Við Myrkrið slekkur ekki Ijósið, niða- myrkur eykur birtu þess. sáum í hendi okkar að ef við hefðum haldið upptekinni venju, þá hefðum við annað hvort lent í skriðunni, eða lokast inni á Selsstöðum. Við erum þess fullviss að þarna fengum við að reyna vernd Drottins og handleiðslu. í 91. Davíðssálmi stendur: „Þín vegna býður hann út englum sínum til þess að gœta þín á öllum vegum þínum". Jesús er góður, honum getum við treyst. Mennirnir bregðast, en eitt er víst: Jesús bregst aldrei. Þóra Björk og Lúðvík Einursson. Tilfinningar geta ekki komið í stað staðreynda og trúar.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.