Afturelding - 01.12.1985, Blaðsíða 23

Afturelding - 01.12.1985, Blaðsíða 23
Garðar Ragnarsson Fráfall eða vakning: Þegar þjóðirnar, -fólkið með löggjöfum, menningu og trú-, víkja frá grundvelli Boðorðanna tíu endar allt í skelfingu, upp- lausn. Ólýsanleg félagsleg, stjór- málaleg og íjárhagsleg vanda- mál, sem engan óraði fyrir, koma í ljós. Allt heilbrigt og andlegt líf flosnar upp. Fráfallið frá lögmáli Guðs kemur harðast niður á heimil- inu, hjónabandinu og söfnuðin- um, (kirkjunni). Þessar stofnanir eru hver um sig hornsteinar samfélagsins, og þar eru börnin sem líða mest. Hin frjálsu sam- lífsform og siðferði hafa sannað að þau leysa ekki vandann. Ný og erfiðari vandamál koma fram sem engan hafði dreymt um. Þrátt fyrir meiri velgengni hafa margir misst fótfestu og jafn- vægi. Efnishyggjan hefir ekki uppfyllt draum mannsins og þörf fyrir innri frið og hamingju. Lífið er nefnilega ekki spurn- ing um fjárhag. Þar gilda önnur lögmál verðmæta, en fyrir mörg- um eru þau verðmæti einnig glötuð. Jesús Kristur frambar djúpa lífsspeki þegar hann sagði: „Maðurinn lifir ekki af brauði einu saman, heldur af sérhverju orðifrá Guði“. Við höfum ef til Okkar val vill ekki skilið þetta til fulls. í kapphlaupinu við Mammon tapar maðurinn persónuleika sínum. Afbrýðisemi og græðgi fæðist. Tortryggni milli manna eykst. Hatur, lögmálsbrot og virðingaleysi verða alleiðingarn- ar. Þess vegna verður komið á fullkomnu yfireftirliti. En hver vill lifa sem tölvunúmer í tölvu- kerfi? Andlegur og efnishyggju- legur þrældómur verður niður- staðan. Heiðin lífsspeki og stjórnun virða nefnilega ekki rétt einstaklingsins til að eiga og lifa samkvæmt ráðsályktun Guðs, sem er lagt í hjörtu manna. Þegar svo hjálpin til að deyja er gerð lögleg, höfum við náð til botns. I heiðni, átti elsti sonur- inn að framkvæma „líknar- morðið“, þegar samþykkt fjöl- skyldunnar var fyrir hendi, og fullnægja þannig dómnum á þeim öldnu og sjúku. Ný lögmál guðleysis, hafa leyft fóstureyð- ingar í móðurlífi, og ákveðnar óskir margra vilja veita læknum leyfi til að framkvæma „líknar- morð“ á öldnum og dauðvona, undir yfirskyni vísinda og þekk- ingar. Virðingin fyrir lífinu er horfin. Hafa þjóðirnar gleymt því sem Guð sagði: „Heiðra skalt þúföður þinn og móður. . . og Þú skall ekki morð fremja"? Leiðin til lausnar úr þessum ógöngum er vakning, andleg vakning. Sagan segir okkur að þegar fólkið snýr sér til Guðs í bæn og trú, þá kemur hjálpin, ekki aðeins til einstaklingsins, heldur allar þjóðarinnar. En þetta byrj- ar með þeim eina, þegar hver og einn gefur sér tíma til að leita Guðs. Viljum við taka ákvörðun og segja, nú verður eitthvað að ger- ast? Viljum við greiða verðið fyrir vakningu? Eða viljum við greiða fyrir fráfallið? Hvort held- ur þú að verði kostnaðarsamara? í núverandi ástandi „ráð- og rótleysis“ er aðeins einn vegur úr ógöngunum: AFTUR TIL GUÐS. Til náðarinnar og fyrir- gefningarinnar, til sameiningar og kærleika, -til ljóssins- trúar- innar og samfélagsins. Með því að láta kristna hugsun og hug- sjón ráða í heimili og söfnuði (kirkju), atvinnu og samfélagi, mun virðing fyrir lífinu og verð- mætum þess, vaxa að nýju. Þá mun vöxtur og lífsgleði breiða sig sem bylgjur hafsins. Hvað viljum við? Það er undir okkur komið, hvort nýja árið verður gleðilegt, nýtt ár! Þýttúrdönsku — ÓJ.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.