Afturelding - 01.12.1985, Blaðsíða 28

Afturelding - 01.12.1985, Blaðsíða 28
Erlendar fréttir PRESTUR MYRTUR í PÓLLANDI Frá Slaviska trúboðinu berast þær fregnir að rúmlega fertugur prestur réttrúnaðarkirkjunnar, Pjotr Poplawski frá Narew í Aust- ur-Póllandi, hafi fundist myrtur. Limlest lík prestsins fannst bund- ið við tré 28. júní. Yfirvöld reyndu að fá lækninn, sem gaf út dánar- vottorðið, til að skrá sjálfsmorð sem dánarorsök. Læknirinn neitaði því þar eð dauða prestsins mátti rekja til áverka á höfði, sem bentu til þungra högga. Rétttrúnaðarkirkjan í Póllandi hefur ríflega hálfa milljón meðlima og kemur næst kaþólsku kirkjunni að stærð. Hún hefur mest fylgi í landamærahéruðum Austur-Pól- lands. HV4185 ÁRANGURSRÍKAR HEIMSÓKNIR Billy Graham braut blað í kirkju- sögu Rúmeníu og Ungverjalands í september síðastliðnum. Þá voru haldnar fyrstu trúboðs- samkomurnar á stöðum í opinberri eigu frá lokum seinni heimsstyrj- aldarinnar - jafnvel fyrstu samkom- urnar á þessari öld, sögðu talsmenn stjórnarinnar. Þetta var í fyrsta skipti sem Graham talar á stöðum í opinberri eigu austantjalds. „Nýr dagur er runninn í Ung- verjalandi", sagði Janos Viczian leiðtogi baptista um heimsókn Grahamstil landsins. Það voru meira en 150,000 áheyrenda sem komu á samkomur Billy Grahams í Rúmeníu. Hann var þar í ellefu daga og hefur aldrei fengið svo marga áheyrendur aust- antjalds. Hann hefur talað í sex austantjaldslöndum frá því 1977. Rúmanskir embættismenn töluðu um heimsókn Grahams sem ,,óvenjulega“ og „einstaka“. IPPA Erlendar fréttir MEGINKIRKJUR í MINNIHLUTA Minnihluti mótmælenda í Bandaríkjunum er nú í stóru rót- grónu frjálslyndu kirkjudeildunum þar vestra. Presbytarar, Biskupa- kirkjumenn, Meþódistar og aðrir á svipaðri línu, hafa löngum talist til meginkirkna í Bandaríkjunum, því innan þeirra var að finna meiri- hluta mótmælenda. Árið 1920 voru 76% mótmælenda innan þessara kirkna, en 1984 voru það 53%. Rannsóknir leiddu í ljós helsta veikleika meginkirknanna: Innan þeirra er mikið misvægi í aldurs- dreifingu, fjöldinn er kominn yfir fimmtugt. Hlutfall eldri safnaðar- meðlima er ekki í ncinu samræmi við það sem er í þjóðfélaginu, né í strangtrúarkirkjum. IPPA FRAMGANGUR í SVÍÞJÓÐ Venja er í sænskum Hvítasunnu- söfnuðum að gera grein fyrir liðnu ári á þrettándanum. Af skýrslum má sjá að mikill vöxtur er í sænsku Hvítasunnuhreyfingunni, í Fíla- delfíu í Stokkhólmi voru 262 skírð- ir á árinu og telur söfnuðurinn nú 6856 manns. Fleiri Hvítasunnu- söfnuðir í Stokkhólmi áttu metár í skírnum, á Södermalm voru 145 skírðir. Margir aðrir sænskir söfn- uðir áttu metár í skírnum.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.