Afturelding - 01.12.1985, Blaðsíða 31

Afturelding - 01.12.1985, Blaðsíða 31
Afturhvarf mitt Frh. af bls. 11 hrússa fyrr en Finnbogi Finn- bogason, sá mikli afiamaður á „Veigu", var að koma úr róðri. Stímaði báturinn Faxasund og framhjá skerjum, sem heita Drengir. Þegar glögg augu Finn- boga skimuðu til lands sá hann kind uppi á öðrum Drengnum. Skerið er nakin móbergsklöpp og ekki að finna á henni sting- andi strá. Með lagni tókst að leggja að skerinu svo Finnbogi og menn hans náðu hrútnum. Fékk pabbi þar óvæntan feng að landi. Vanalega þurfti ekki að spyrja eftir kindum sem hröp- uðu. Haustið 1939 var Kristján í Drangshlíð stórtækari í viðskipt- unum og hafði nú sent reykt tryppi til heimilisins á Arnar- hóli. Kjötið þótti gott en nokkuð salt. Dag einn snemma í desember fór ég á bænastund, sem haldin var síðdegis í Betel. Ekki voru margir viðstaddir en ég bað um fyrirbæn vegna magasársins, sem angraði mig stöðugt. Bar ég fyrir mig orðið í 11. Mósebók 15. kalla þar sem segir: „Ef þú hlýðir gaumgæfilega raust Drottins Guðs þíns og gjörir það, sem rétt er fyrir honum, gefur gaum boð- orðum hans og heldur allar skip- anir hans, þá vil ég engan þann sjúkdóm á þig leggja, sem ég lagði á Egypta. Því ég er Drott- inn græðari þinn.“ Þeir báðu fyrir mér Ásmund- ur Eiríksson, Arnulf Kyvik og Benedikt Óskar Jónsson (Mannsi á Sveinsstöðum). Fann ég fyrir snertingu Drottins og sannfærðist um að ég væri lækn- aður. Ég fór heim að Arnarhóli hress í bragði, og um leið og ég opna útihurðina mætir mér ilm- urinn af reykta tryppakjötinu frá Drangshlíð. Nú var sest að borðum og tryppakjötið framreitt, ýsu- sporðurinn minn var líka á sín- um stað. Ég leit framhjá honum, skrallaði kartöfiur, fékk mér soðnar rófur og tók svo bita af kjötinu. Pabbi gellur við og spyr. „Hvað ertu að gera strákur. Hættu þessu. Ef þú ekki hættir, þá mun annar en ég þurfa að ell- ast við lækni í kvöld. Þú verður fárveikur!" „Nei pabbi, það hefur verið beðið fyrir mér og ég trúi á lækn- ingu fyrir bæn“, svaraði ég og hámaði í mig tryppakjötið nieð bestu lyst. „Mikil er trú þín kona“, var eina svarið frá pabba. Síðan hef ég borðað allan mat og aldrei fundið til magakvala. Vandamálið hefur frekar verið hitt, að ég hef nýtt matinn til fullnustu, og því bætt við lík- amsþyngdina. Meðan ég bjó í Eyjum vann ég erfiðisvinnu. Ég var sjómaður og borðaði óreglu- lega eins og oft gerist á sjó. Aldrei hef ég fundið til fyrir hjarta eða í fótum. Þegar ég sett- ist við kyrrsetustörf þá hljóp lík- amsþyngd mín hæst upp í 160 kíló, en ég náði því af mér aftur með fjörutíu daga föstu og breyttu inataræði. Nú hef ég sömu líkamsþyngd og ég hal'ði unt þrítugt. Bókina má panta hjá Fíladelfíu- Forlagi, síniar 91-20735 og 25155. Auk þess munu sölu og innheimtu- menn blaðsins liafa hana til sölu. Siðgæði þjóðar, er ofið úr þráðuni þcirra heimila, sem trúa á Drottin. Því meira scm þú vinnur að því, sem þú ætlar að vera, því minna reynir þú að fela það sem þú ert. AFTURELDING Ég óska eftir aö gerast áskrifandi að AFTURELDINGU 52. árgangur 5. tbl. 1985 Nafn Lltgefandi: Filadelfia-Forlag, Hátuni 2,105 Reykjavik. Sími: 91-20735/25155. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Einar Heimili J. Gislason, simi 91-21111. Setning og prentun: Prentstofa G. Benediktssonar. Uppsagnir miðast við áramót. Vinsam- Póstnr. Póststöö legast tilkynnið breytingar á heimilisföngum og áskriftum til skrifstofunnar. Árgjaldið er 550 krónur. Fæöingad. Nafnnr.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.