Afturelding - 01.01.1986, Blaðsíða 5

Afturelding - 01.01.1986, Blaðsíða 5
Sá sem hér um rœðir er David Mainse, forstöðumað- ur kanadísku sjónvarpsstöðv- arinnar 100 Huntley Strceti, sem er í eigu Crossroads Christian Communications Inc. David Mainse ólst upp á bú- garði frænda síns í Ottawa. Faðir hans var kristniboði í Egypta- landi og hafði David lítið af hon- um að segja, vegna mikillar fjar- veru föðurins. David var frískur unglingur, góður íþróttamaður og hans helsta unun var að þeysa á Harley Davidson 74 mótor- hjólinu sínu á ofsaferð. — Svo kynntist hann Kristi. Líf hans tók róttækum breyt- ingum. Stefna kom í stað stefnu- leysis og friður í stað órósemi. David lauk kennaraprófi og gerðist kennari í litlu sveita- þorpi. Þegar hann gekk í kennslu- stofuna í fyrsta sinn voru strák- arnir í sjómanni aftast í stofunni. Þeir ætluðu að sýna nýja kenn- aranum að þeir hefðu lítinn áhuga á náminu en meiri á karl- mannlegum íþróttum. David gekk að þeim, fór úr jakkanum og skoraði á sigurvegarann að koma í sjómann. Nemandinn var ámóta hár og kennarinn og kraftalegur. Hann tók áskorun- inni með sigurbrosi á vör og kinnkaði kolli til félaga sinna. Þetta var auðveld bráð! Þegar David settist við borðið þakkaði hann Guði fyrir alla heybaggana sem hann hafði bor- ið, trén sem hann hafði fellt og óþjála sleðana, sem hann hafði stjórnað. Nemandinn ætlaði að fella kennarann með snöggu átaki. Svitinn perlaði á enni Davids þegar hann hélt í við strákinn. Ungi kennarinn fann fljótt að sigur hans var vís, en í stað þess að fella mótstöðu- manninn með einu vinki, leyfði hann átökunum að standa um stund. Aðeins mótstöðumaður Davids vissi að kennari lians leyfði honum að bjarga andlit- inu. Eftir þetta átti David aldrei í neinum vanda með að halda uppi góðum aga í bekknum. Samhliða kennslunni hófu David og Norma-Jean kona hans safnaðarstarf. Þeim varð vel ágengt og söfnuðurinn óx. Árið 1962 var sjónvarpið að breiðast yfir þessi héruð Kan- ada. David fann köllun Guðs í þessa átt. Sjónvarpsstöð í Pem- broke bauðst til að leigja honum Söngtríóið Konungsmenn. fimmtán mínútna útsendingar- tíma, eftir ellefu fréttirnar á laugardagskvöldum. David tók þessu boði. Söngtríóið Konungs- menn hóf útsendinguna með líflegum söng og á eftir fór kröft- ug predíkun. Stöðin fékk svo mikið hrós fyrir þennan þátt að hann var settur inn í reglulega dagskrá. Ánægjulegustu við- brögðin fólust þó í símtali, sem vakti unga predíkarann af vær- um blundi klukkan fimm morg- uninn eftir. David þekkti strax þann sem hringdi, hann hét Harry og átti við alvarlegan drykkjuvanda að stríða. Hann var að missa fjölskylduna og all-

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.