Afturelding - 01.01.1986, Blaðsíða 6

Afturelding - 01.01.1986, Blaðsíða 6
ar sínar eigur. Harry sagði með grátstafinn í kverkunum að hann hefði horft á þáttinn og gefið Kristi líf sitt. Hann ætlaði að koma á samkomu um morgun- inn og segja frá þessu. Þannig var upphafið á sjón- varpsstarfi David Mainse. Lengi framan af starfaði hann að því jafnframt safnaðarstarfi. Fyrst voru það tveir hálftímaþættir á viku „Krossgötur" og barnaþátt- urinn „Hringtorg“. Árið 1976 ákvað David Mainse að stíga skrefið til fulls og hefja daglegar útsendingar á kristilegu sjón- varpsefni. Þátturinn bar sterkan keim af þáttum „700 Club“ í Bandaríkjunum, viðtalsgestir, svolítill söngur og ráðgjafar sem svöruðu í síma. David Mainse tókst að gæða þætti sína sterkum sérkennum. Það er ævintýri líkast hvernig sjónvarpsstöðin eignaðist hús- næði sitt við Huntley Stræti 100. Reyndar ekki ævintýri, heldur kraftaverk eins og svo margt í sögu þessa starfs. Þættir „100 Huntley Street" þykja mjög fagmannlega unnir og barnaþættir þeirra hafa unnið til margháttaðra verðlauna. Eitt helst þó óbreytt. Hvern morgun klukkan fimm krýpur David Mainse til bæna í skrifstofu sinni. Hann heldur loforðið sem hann gaf Guði, að fyrir hverja mínútu sem hann er á skjánum, skal hann vera aðra mínútu í bæn. í fyrstu voru margir kirkjunn- ar menn í Kanada tortryggnir gagnvart þessu starfi. En síma- ráðgjafastöðvarnar 56 víðsvegar um landið og náin samvinna við hinar ýmsu kirkjudeildir, auk mjög góðs árangurs af starfinu, hefur eytt allri tortryggni. Nú þegar hefur verið svarað yfir milljón símhringingum, ljöldi fólks hefur komist til lifandi trúar, líf hafa breyst, hjónabönd bjargast og fjölskyldur sameinast á ný. Starfinu er haldið uppi með fjárframlögum áhorfenda. Það er ótrúlegt hvað mikið er gert fyrir takmarkað fé. Framleiddar eru dagskrár á fimmtán tungumál- um (fyrir innflytjendur) auk efn- is á táknmáli. Afskipti David Mainse af erlendu dagskránum beindu augum hans að Evrópu. Sjónvarpsstöð hans hóf víð- tækt starf í Evrópu til að hjálpa Evrópubúum sjálfum að fram- leiða efni við hæfi landa sinna. Norma-Jean ogDavid Mainse héldu upp á silfurbrúðkaup sitt (1983) með þvi að syngja tvísöng í sjónvarpinu! Það hefði verið ódýrara að dreifa „niðursoðnu" efni kanadískra og amerískra sjónvarpsstöðva, en gjörólíkar aðstæður og menning- arviðhorf gera að verkum að sumt sumt efnið frá vesturheimi hefði ef til vill haft þveröfug áhrif við það sem ætlað var. Það starf sem nú er unnið undir merki „Alpha-Omega“ á mikið David Mainse að þakka. Nýjasta verkefni „100 Hunt- ley Street“ er „Höll fyrirheit- anna“ á heimssýningunni EXPO ’86 í Vancouver (sjá aðra grein). Þeir sem þekkja David Mainse segja að velgengnin hafi ekki stigið honum til höfuðs. Hvenær sem beinni útsendingu þáttar hans lýkur, spyr hann við- stadda hvort einhver óski fyrir- bænar. Hversu upptekinn sem hann er, skal hann bjóða fyrir- bæn. Hann umgengst þá sem gefa sig fram sem kæra vini, en ekki leiðinda kvörtunarseggi. Þrátt fyrir frægðina og mikil afrek er hann aðeins sveitaprest- ur í hjarta sínu. Byggt á Saturday Evening Post og ævisögu David Mainse. - g

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.