Afturelding - 01.01.1986, Blaðsíða 7

Afturelding - 01.01.1986, Blaðsíða 7
fyrirheitanna“ „Höll fyrirheitanna“ á Heims- sýningunni EXPO ’86 í Vancouver, Canada, verður ein áhrifamesta sýningardeildin allt frá upphafi heimssýninga. John Cunningham, verðlaunahönnuðurinn sem útbjó sýningardeild Bresku Kolumbíu í Osaka, Japan 1970, studdist við nýjustu tækni á sviði leysigeisla og spegla auk sérfræðiþekkingar þeirra, sem framleiddu kvikmynd- ina Amadeus, en hún hlaut átta Oskarsverðlaun. David Mainse mun stjórna dag- lcgum beinum útsendingum sjón- varpsstöðvarinnar „100 Huntley Street“ úr „Höll fyrirheitanna" frá maí og fram á haust. Hönnun sýningardeildarinnar er stórkostleg, en hlutverk hennar er að vera rammi utan um flutning tónverksins „Bókrollan“ eftir Bruce W. Stacey. Verkið hefst með Sköp- unarsögunni og garðinum í Eden, sagt er frá fæðingu, dauða og upp- risu Jesú Krists, og síðan endur- komu hans i mætti og mikilli dýrð og eilífðinni þar á eftir. Sir Malcolm Muggeridge er sögu- maður og Fílharmóníusveit Lund- úna hljóðritaði verkið, sem tekur 40 mínútur í flutningi. Áhorfendur ganga í gegnum sýningardeildina í 150 manna hópum og verður hóp- unum hleypt inn á 13 mínútna fresti. Hver gestur fær móttökutæki á höfuðið og hlustar á stereó út- sendingu frá útvarpssendurn í höll- inni. Útsendingin verður á ýmsum tungumálum. Gestir koma fyrst inn í 10 metra háan teningslaga sal klæddan speglum og fá á tilfinning- una að vera inni í 35 hæða skýja- kljúf. í þessum hluta er stuðst við fullkomnustu ljósatækni, mynd- bönd og leikara til að sýna sköpun- ina og syndafallið. Næsti salur er þannig útbúinn að gestunum finnst þeir sjá jörðina utan úr geimnum. Hægt er að fylgj- ast með fæðingu, lífi og dauða Jesú Krists á tveim stórum skermum. Því næst kemur salur þar sem upprisa dauðra og efsti dómur er sýnd og enn eru notuð ljós, leysi- tækni og margháttaðar tæknibrell- ur, sem láta áhorfendur finnast þeir staddir meðal mikils mannfjölda frammi fyrir hásæti Guðs. Að lokum sjást spádómár Nýja testamentisins með aðstoð leysi- tækninnar. Menn geta skyggnst inn í fortíð- ina, nútímann og framtíðina í „Höll fyrirheitanna“ á EXPO '86. Það er ljóst að Guð opnar hér stórkostlegt tækifæri til að boða fagnaðarerindið til ráðvilltra manna, sem leita vonar og friðar. Það er ekki til hentugri staður en heimssýningin til að minna á kær- leika Guðs og fyrirheit hans. Að undangenginni mikilli bæn og fengnum staðfestingum ákváðu forsvarsmenn Crossroads Christian Communications Inc. að takast á hendur þetta verkefni. Ein staðfest- inganna var sú að fengin skyldu lof- orð fyrir tveim þriðju hlutum kostnaðar frá mönnum og fyrir- tækjum í viðskiptalífinu. Þau fyrir- heit fengust og því var haldið af stað. Úr New Direction og Saturday Evening Post.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.