Afturelding - 01.01.1986, Blaðsíða 13

Afturelding - 01.01.1986, Blaðsíða 13
að dreifa efni til kapalkerfa. ís- lenska sjónvarpið hefur boðið upp á þann möguleika að leigja út dreifikerfi sjónvarps utan sendingartíma, en ekki liggur enn fyrir hversu kostnaðarsöm sú dreifing verður. En er þörf fyrir kristilegt sjón- varp í Evrópu, eða er hér um gæluverkefni „franlagjarnra sér- trúarflokka“ að ræða, eins og einn ágætur kennimaður kallaði þessa þróun? Til að svara þessari spurningu er ástæða til að skoða hvernig málum er komið í heimsálfu okkar, sem til skamms tíma var vagga kristniboðsstarfs í heiminum. Nú er svo komið að um 250 000 meiriháttar bæir og borgir í Evrópu hafa ekki neinn boðbera lifandi kristindóms. Víða er Biblíuþurrð og lítill áhugi á kristnilífi. Heimshyggjan veður yfir og í kjölfarið koma alls konar trúarlegir loddarar bjóðandi upp á ný sannindi, sem oft reynast austurlensk trúar- brögð í dulargervi eða hreint bukl. Múhameðstrúarmenn sjá tómarúmið í Evrópu og hafa gef- ið stórar yfirlýsingar um land- vinninga í álfunni. Búið er að vígja moskur í Bretlandi, Sví- þjóð og víðar. Kristnir menn hafa vaknað til ábyrgðar og vilja hamla gegn þessari þróun. Þar kemur sjón- varpið að miklum notum, það er áhrifaríkur og útbreiddur ijöl- miðill. Einnig er það staðreynd að í sjónvarpsvæddum löndum reynist sífellt erfiðara að ná fólki saman í kirkjum og samkomu- húsum. Greiðasta leiðin til fólksins er um sjónvarpsskerm- inn. Sjónvarpstrúboð verður ekki unnið með neinum teljandi árangri, nema með jafnhliða sál- gæslustarfi. Áhorfendum er boð- ið að hafa samband við ákveðið símanúmer, eða póstfang, hafi þeir áhuga á nánari kynnuin af kristindómnum. Vestanhafs hef- ur þessi þjónusta verið mikið notuð og margir kornist þannig í samband við kristilegt starf. Ég veit að þegar útsendingar hófust í Danmörku hafði símakerfi KKR/TV-Inter engan veginn undan álaginu, svo mikið var hringt. Þeir sem sinna sálgæsl- unni eru venjulegt safnaðarfólk sem á lifandi trú. Þeirn lesendum sem hafa nán- ari áhuga á að kynna sér þessi mál og eða styrkja þetta starf er velkomið að hafa samband við skrifstofu Aftureldingar, sími 91 -20735/25155, Pósthólf 5135, 125 Reykjavík.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.