Afturelding - 01.01.1986, Blaðsíða 14

Afturelding - 01.01.1986, Blaðsíða 14
Einar J. Gíslason Látið f relsast! Fyrirsögnin er tekin úr ræðu Símonar Péturs Jónassonar fiski- manns frá Betsaída, síðar post- ula og rithöfundar. Andlegu fólki eru orðin kunn, en samt vekja þau spurningu. Frá hverju skal frelsast? Frelsunin er altæk og nær yfir lífið á öllum sviðum. Maður skal frelsast frá syndum og glötun, löstum, vímugjöfum, bölvi og vondu hugarfari. En þegar Sím- on Pétur sagði: „Látið frelsast!" þá var framhaldið: „...frá þessari rangsnúnu kynslóð“. Var sam- tímakynslóð Símonar Péturs rangsnúin? Því verður að svara játandi og skal það nánar rök- stutt hér. Einkenni rangsnúinnar kyn- slóðar er ávallt hið sama, hún er í andstöðu við Jesú Krist. Hann sagði við lærisveinana: „Ef heimurinn hatar yður, þá vitið að hann hefir hatað mig fyrr en yður. Hafi þeir ofsótt mig, þá munu þeir ofsœkja yður“, (Jó- hannes 15:18-22). Árekstrar Jesú við samtímamenn hans voru vegna rangsleitni þeirra. „O, þú rangsnúna og vantrúa kynslóð“, segir Jesús í Matteus 17:17. „Hversu lengi á ég að vera hjá yður“. Þessi sama kyn- slóð heimtaði tákn, Jesús svar- aði: ,, Vond og hórsöm kynslóð heimtar tákn“. Hér var vantrú orsök rangsleitninnar. Er þá hórdómur og siðleysi einkenni vondrar kynslóðar? I I. Mósebók 19. kafia getum við Iesið um borgarlífið í Sódómu. Það var hræðilegt. Þetta líferni kallaði hræðilegan dóm og gjör- eyðingu yfir borgirnar þar sem lifað var óguðlega...... Vegna þessa kemur reiði Guðs yfir syni óhlýðninnar“ segir Páll postuli í Efesusbréfi 5:1-8. Hámark sið- leysisins kemur fram í kynvill- unni. Menn tala um þessa hluti í dag kinnroðalaust og án blygð- unar. „Leggist karlmaður með karlmanni, sem kona vœri, fremja þeir báðir viðurstyggð. Þeir skulu líflátnir verða. Blóð- sök hvílir á þeim...“ Svo mörg voru þau orð III. Móseþókar. Skyldi slík iðkun í dag nokkuð koma blóðinu við? Hefur nokk- ur heyrt um AIDS og skelfing- una, sem því fylgir? Menn hafa dæmt Gamla testamentið fyrir hörku og miskunnarleysi, en það segir bara frá hlutunum eins og þeireru. Var kynslóð Jesú sú eina sem kann að hafa talist rangsnúin? Svarið er nei. Sé kynslóð okkar siðlaus og hórsek, þá á viðvörun Símonar Péturs svo sannarlega erindi til okkar: „Látið frelsasl frá þessari rangsnúnu kynslóð!" í Rómverjabréfinu hvetur Páll hina kristnu í Róm: „Hegðið yður eigi eftir öld þessari“. Verk fólksins á okkar öld eru siðleysi og klám, svo yfirgengur alla rétt- lætiskennd. Fjölmiðlarnir eru fullir af þessu, jafnvel leiksýn- ingar, sem bornar eru uppi af al- mannafé í menningarskyni, boða siðleysi, lauslæti og fram- hjáhald. „ Vegna þess kemur reiði Guðs yfir syni óhlýðninnar", var forðum sagt. Skyldi vond og hór- söm samtíð okkar eiga eitthvað í vændum? „Látið frelsast frá þessari rangsnúnu kynslóð". Einar J. Gíslason.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.