Afturelding - 01.01.1986, Blaðsíða 18

Afturelding - 01.01.1986, Blaðsíða 18
Framhaldssagan Mari Lornér Aftur til lífsins Vl.hluti Kínversk kona gefur sig á tal við okkur. Hún er amman á heimilinu og táknræn fyrir aldur og virðugleika veitingahússins. Meðan við tölum saman stingur hún betelhnetum öðru hverju í munninn. Ég verð að giska á hvað hún er að segja, en ég skil að hún er að tala um að ég hafi verið fjarverandi heilt ár frá Thailandi. Hún spyr hvort ég sé orðin heilbrigð og hvort bömin okkar fjögur langi ekki aftur til Prachuab. Hana langar einnig að vita hvað farmiðinn kostaði. Kínverjar hafa viðskiptavit. í Prachuab búa um fjörutíu- þúsund íbúar, allir þekkja alla og vita flest, sem vert er að vita. Samtímis veit enginn neitt! Ef það er til dæmis framið morð á markaðstorginu um hábjartan daginn, hefur enginn séð morð- ingjann! Ef strætisvagn og lítill bíll lenda í hörðum árekstri, svo að ökumaðurinn lætur lífið, leggur vagnstjórinn á flótta áður en lögreglan kemur. Enginn get- ur Iýst útliti vagnstjórans, enginn veit neitt. Við horfum á tvær eldri kon- ur, sem sitja á bastmottu með krosslagða fætur. Þær bara sitja og horfa, svo gefa þær hvor ann- arri svip þegar eitthvað markvert ber fyrir augu, en segja ekki orð. Þrátt fyrir það sér maður að samband þeirra er þrungið tján- ingu. Þær sitja saman og gefa hvor annarri tíma og „taka inn sálina“ eins og Kínverjar segja. Við vesturlandabúar eigum ábyggilega margt ólært af þess- um eldgömlu menningarríkjum. Ef við gæfum sálinni tíma til að ná okkur milli vinnudaganna, yrðum við ef til vill jafn þolgóð og Kínverjarnir. Og nytum sömu velgengni. Það er algengt að Kínverji byrji með tóma ruslakerru og endi sem milljóna- mæringur og það cru margir milljónamæringar í kínverska hverfinu í Prachuab. Mótorhjól með sex farþegum og ljóslaus bíll þjóta hjá á blúss- andi ferð. Ökumennirnirsjá ekki tvo verði laganna, sem standa og spjalla saman á götuhorninu. Borgaralega klæddur maður hjólar til þeirra á reiðhjóli. Þeir ganga upp að húsvegg og skipta einhverju, sem hjólreiðamaður- inn var með í flösku, á milli sín. Svo hefja lögreglumennirnir varðgönguna og haldast í hend- ur. Já, leiðast eins og bestu vinir og vinnufélagar. Hér í Prachuab leiðast vinir hönd í hönd, jafnvel þótt þeir séu af sama kyni, en við sjáum unglingana aldrei leiðast, jafnvel ekki ástfangin pör. Það gerist að minnsta kosti ekki hér úti á landi. Það skiptir miklu hvernig maður kemur fyrir.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.