Afturelding - 01.01.1986, Blaðsíða 29

Afturelding - 01.01.1986, Blaðsíða 29
Átak í útvarpsmálum Leiðtogar þriggja stærstu trú- boðsútvarpsstöðva heimsins hafa ákveðið að vinna að því að þekja hnöttinn með kristilegum útvarps- sendingum fyrir aldamótin. „Við höfum helgað okkur því að gera öllum jarðarbúum kleift að hlusta á kristilega útvarpssendingu, á máli sem þeir skilja, svo þeir geti orðið lærisveinar Jesú Krists og meðlimir safnaðar hans.“ Svo segir í yfirlýsingu forráðamanna HCJB i Equador, FEBC og Trans World Radio. Þessar stöðvar senda nú þegar út á yfir 100 tungumálum. Þeir áætla að nú þegar nái um 90% jarðarbúa, kristileguni útvarpssendingum, sem þeir skilja. IPPA ^ndarfréttir Erlendarfréttir Erlendarfréttir Erlendarfréttir Erle Hvítasunnuvakning í Argentínu Mikil vakningaralda hefurgengið yfir Argentínu og er ekkert lát þar á. Talið er að fimmhundruð þús- undir manna hafi snúið sér til Krists á síðasta ári. Aldrei fyrr hef- ur önnur eins vakning verið í Arg- entínu. Fólk kemur hlaupandi með hendur á lofti og óskar eftir fyrir- bæn til frelsis. Allt að sjötíu þús- undir manna sækja samkomur í einu. IPPA 486 Kristni og mannfjölgun Kristnum mönnum fjölgaði um 24 milljónir í fyrra, samkvæmt ársskýrslu David Barrett „Status of Global Mission". Kristnir menn teljast vera 1,572,875,100 eða 32.4% jarðarbúa. Því miður vantar nokkuð upp á að kristnum mönn- um fjölgi í hlutfalli við mannljölg- un. Mcsti vöxtur kristninnar var í rómönsku Ameríku, níu milljónir, í Afríku fjölgaði um sex milljónir og í Suður-Asíu um fjórar milljónir. Við talningarnar skilgreinir Barr- ett kristna menn samkvæmt „víð- ustu skilgreiningu“: Yfirlýsta kristna, heimullega trúaða, safnað- arfólk og nafnkristna. Fólksflutningar til borga héldu áfram á síðasta ári og fjölgaði borg- arbúum urn 65 milljónir. Áætlað er að um aldamót hafi 443 borgir yfir milljón íbúa. Stækkun borga hefur mikil áhrif á framtíð kristniboðsins, um aldamót voru 68.8% borgarbúa heimsins kristnir en nú eru það aðeins 45.5%. Stafar þetta af stækk- un borga í vankristnum löndum. Trúboð verður sífellt stórtækara, þannig næst til 45 milljóna hvern dag með fagnaðarerindið. Mikill framgangur er í Biblíudreifingu og á hverjum degi ársins 1985 horfði amk. ein milljón manna á kristilega kvikmynd. Kristilegar útvarps- stöðvar náðu til 23% jarðarbúa minnst einu sinni í mánuði, með 37 milljónir áheyrenda daglega að meðaltali. Barrett segir að eina vonin um að halda í við fólksfjölgun upp á 85 milljónir árlega eða fara fram úr henni, sé að nota þessi stórvirku trúboðstæki, sein fjölmiðlarnireru. í fyrsta sinn fjallar Barrett um kristna píslarvotta í ársskýrsiu sinni. Hann taldi þá liafa verið 330,000 í fyrra og væntir þess að þeim fjölgi upp í hálfa milljón á ári um aldamót. MNS486

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.