Afturelding - 01.01.1986, Blaðsíða 30

Afturelding - 01.01.1986, Blaðsíða 30
Bið þú áfram, Guð hlustar Drottinn, heyr þú bœn mína og hróp mitt berist til þín. Byrg ekki auglit þitt fyrir mér, þegar ég er í nauðum staddur, hneig að mér eyra þitt, þegar ég kalla, flýl þér að bœnheyra mig. Sálmur 102:1-2 Þegar sálmaskáldið hrópar í neyð sinni og biður um hjálp, þá virðist koma upp sú staða að Guð líkt og snúi augliti sínu frá honum og svari ekki bæn hans. Það segir í Davíðssálmi 88 og 15. versi: Hví útskúfar þú Drottinn sálu minni, hylur auglit þitl fyrir mér? Við upplifum öll þetta sama, en þótt við göngum gegnum dimman dal, þá skulum við var- ast að draga þá ályktun að Guð hafi snúið baki við okkur. Hann leyfir að við göngum í gegnum erfiðleika einmanaleikans, til þess að undirbúa okkur til þjón- ustu hérá jörðu og til inngöngu í eilífa dýrð Hans. Móðir segir svo frá: „Þegar að því kom að ég þyrfti að venja dóttur mína af því að sofa inni í svefnherbergi okkar, færði ég rúmið hennar í næsta herbergi, kyssti hana, bauð henni góða nótt og slökkti Ijósið. Hún grét sárt og hefur sjálfsagt haldið að ég heyrði ekki til hennar, elskaði hana ekki lengur. Samt var ég rétt hjá henni, þótt hún sæi mig ekki í myrkr- inu og hjarta mitt fyndi sárt til með henni. Ég þráði að láta það eftir henni að taka hana upp, en hélt aftur af mér. Hún varð að Iæra og skilja, vaxa frá þessari iöngun sinni“. Þannig getur Guð virst draga sig í hlé til þess að við getum vaxið andlega. Skáldið Adam Baury sýnir okkur í kvæði sínu hið nauðsyn- lega þolgæði, sem við verðum að eiga. Bið þú, þótt leiðin sé erfið. Hvergi Ijós að sjá, engin von. Bjartur dagur orðinn að dimmri nótt. Bið þá - enn heitar. Guð heyrir hróp þitt. Bið þú í trú og treystu því, að Hann gefur þér aðeins það besta, sem Hann á fyrir lífþitt. Guð svara bænum þínum á sinn hátt, á sínum tíma. Ekki ör- vænta. -Halt þú áfram að biðja. Guð hlustar! Guð gefur okkur það, sem við biðjum um og stundum það, sem er miklu betra. OUR DAILY BREAD/Þýtt JFG.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.