Afturelding - 01.09.1986, Page 3

Afturelding - 01.09.1986, Page 3
urreyrsekra þar til við komum á góðan malbikaðan veg. Sunrs- staðar eru hvörf í veginum sem við beygjum fyrir. Frímann er við stýrið. Það er ágætt, því þá get ég látið augun reika. Við veg- inn liggur alltaf mikið af dauð- um hundum og köttum. Um- ferðin er þung, þessi vegur liggur til Uganda. Við ökum af malbikaða vegin- um. Peugeot bíllinn, sem við ökum, er átta sæta og tilheyrir norska skólanum, stundum ósk- um við þess að hærra væri undir hann. Hjá Tudibori mætum við Gil- bert forstöðumanni, og hann mun leiðbeina okkur að kirkj- unni. Tudibori liggur rétt við Viktoríuvatnið og Gilbert spyr hvort við höfum smakkað fisk- inn góða, tillapia, sem veiðist í vatninu. Jú, það höfðum við gert og samtalið snýst um fisk. Gilbert býður okkur inn í moldarhús sitt. í stofunni er borð og stólar. Okkur er borið te og sem betur fer fáum við að skammta okkur sykurinn þessu sinni. Það berst góður ilmur úr eld- húsinu. Húsfreyja ber fram stóra skál með glóðuðu maískorni og setur fyrir mann sinn. Ég átti von á að hún kæmi með fleiri skálar, en við fengum að njóta þess að sjá hann háma í sig gómsætan morgunmatinn. Það er heimskulegt að hafa klukku. Manni hefði liðið betur án hennar. Aftur hossumst við af stað og nú eru Gilbert og frú með í för- inni. Loks komumst við til Mir- anga. Bíllinn fær að hvíla sig við vegarslóðann, meðan við þrömmum upp brekkurnar í fjörutíu stiga hita. Það gerði ekkert til þótt við kæmum of seint, því aðeins fáeinir voru mættir. A samkomu Það var lítið um bekki. Karl- arnir settust á þá sem til voru. Konur og börn sátu á strámott- um og fljótlega var kirkjan orðin troðfull. Stórt gat á þakinu, sem var úr sefi úr Viktoríuvatni, gerði að við fengum smágust. Hvernig mannijöldinn, sem stóð utan við dyrnar og gluggana, hélt út að standa í sólskininu skil ég ekki. Samkoman var mjög fjöi- breytt. Bjarti þótti of ákaft klappað undir sönginn og stakk fingrunum í eyrun. Það lá við að mig langaði til að fara að ráði hans. Söngkórinn, sem fékk ekki sæti, kom nú þrammandi. Trommur og önnur ásláttar- hljóðfæri héldu ákveðnum takti. Og smásaman samstilltust radd- irnar. Margir töluðu, eða fluttu kveðjur í samkomuna, og svo virtist sem iölkið hungraði eftir að heyra Guðs orð. Það gekk fljótt á teiknipappír- inn og stundum brugðu dreng- irnir sér út fyrir, það getur verið erfitt að sitja á samkomu í 2-3 stundir. Frímann hafði með sér sæl- gæti fyrir krakkana og forstöðu- maðurinn gaf það eftir samkom- una. Þá var mikil hátíð og allir vildu vera krakkar. Heimboð Við gengum til baka niður eft- ir og sólskinið brenndi en meir heldur en þegar við komum. Ef til vill komumst við hjá því að fara í viðamikið matarboð í dag. Nei, við vorum boðin í heimili. S Tvær eða þrjár konur elduðu úti og okkur var boðið til sætis í ein- um kofanum. Allt tók tímann sinn. Þarna komu þeir með gosdrykkjaflösk- ur. Það var gott. Ein konan gekk um með vaskafat og hellti heitu vatni yfir hendur okkar, bara að við hefðum haft sápu. Harður maísgrautur er nú borinn fram í mörgum stórum fötum. Hænan er mjúk undir tönn. Ég næ mér í legg og bretti vel niður „sokkinn“. Við tökum grautinn með fingrunum og dýf- um honum í bragðgóða sósu. Þrír soltnir kettir og hundur koma í von um að fá eitthvað í svanginn en eru rekin öfug út aftur. Asgeir og Bjartur una sér best úti meðal geitanna, kindanna, hænsnanna og andanna. Allt í einu heyri ég garg í hænu og veit að eitthvað er um að vera. Jú, það var rétt. Einn maðurinn kemur með gaggandi hænu og búið er að reyra saman á henni fæturna. Hjálp, ég vona að það eigi ekki að fara að skenkja mér gjöP. Það er kallað á Bjart og Ás- geir. Þeim er aflient hænan við hátíðlega athöfn. Þetta var þakk- lætisvottur fyrir hversu vel þeir fundu sig heima þarna. Drengimir voru yfir sig hrifn- ir. Þeir rifust um hvor ætti að halda á hænunni að bílnum. Ég hélt mig fjarri. Það var dekrað við hænuna á heimleiðinni og henni klappað í bak og fyrir. Allt í einu barst óþefur að vitum okkar, hænan kunni sig bersýni- lega illa. Klukkan fimm síðdegis kom- um við aftur á kristiboðsstöðina Thessalíu og þá var gott að geta hvílt sig. Aud Hole Ásmundsson

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.