Afturelding - 01.09.1986, Blaðsíða 6

Afturelding - 01.09.1986, Blaðsíða 6
MölOffld Mér er minnisstæður fyrsti dagurinn. Alltaf var verið að stoppa áætlunarbílinn og einu sinni var öllum skipað að fara út á meðan hermenn rannsökuðu farangur og farþega. Eitthvað uppistand varð á landamærunum þegar nokkrir kassar af bókum uppgötvuðust í farangri mínum. Ég hafði komist að því í Mex- íkó og Guatemala að fátæka fólkið var sólgið í að fá guðspjöll og trúarrit, að maður tali nú ekki um Nýja testamenti og Biblíur. Ef ske kynni að ekki reyndist unnt að fá slíkar bækur keyptar í El Salvador, tók ég rúmlega 600 bækur með mér frá Guatemala. Þegar landamæraverðir höfðu gengið úr skugga um að þetta væru ekki pólitísk áróðursrit var mér hleypt ígegn. í El Salvador Þegar til höfuðborgarinnar kom var degi tekið að halla og ekki seinna vænna að finna sér hótel, þar sem útgöngubann er í borginni eftir klukkan sjö á kvöldin. Eftir það á fólk að halda sig innan dyra, vopnaðir her- menn þramma um göturnar og reyna að stemma stigu við að- gerðum skæruliða. Beint á móti hótelinu var veitingastaður og læddist ég þangað, þar sem ég var orðin mjög svöng. Fór ég auðvitað að spyrja um ástand og horfur í landinu, en komst þá að því að fólk var mjög tregt til svars. Að lokum var málið upp- lýst. Menn vissu aldrei hvort næsti maður var skæruliði, eða óeinkennisklædd lögregla og vissara var að segja sem minnst. Þegar ég var komin á hótelið aft- ur fóru að heyrast sprengingar og skothvellir. Næsta dag var í frétt- um að fjórar sprengjur hefðu sprungið í borginni kvöldinu áður. Þetta ástand var búið að vara í sjö ár og virtist ekkert lát á. Það var sláandi að sjá þetta óöryggi og kvíða sem fólk bjó við. Sögðu menn um áttatíu þús- und manns hafa látið lífið í þess- um bardögum. Mér fannst borgin grá og óvistleg. Betlarar og alls kyns sölufólk sat á gangstéttunum. Herþyrlur sveimuðu yfir og virt- *'-¦¦¦¦¦-•*•*£** ¦=-- -____ _¦¦¦¦¦ " BL__ ,.—i ¦¦ |ff"- '-¦> vd-"! _L 1 1 _&"° _¦ Jarnbrautalestin í Nicaragua. ust fylgjast með hverri hreyf- ingu. Ég spurði hótelstýruna hvar fátækasta fólkið væri að finna. Hún sagði mörg hverfi mjög fátæk og lýsti fyrir mér leiðinni að einu þeirra. Svo var eins og hún áttaði sig og sagði að ég mætti ekki fara þangað. Það væri alltof hættulegt. Þetta fólk væri svo fátækt að það myndi einskis svífast ef einhver auravon væri annars vegar og auðvitað héldu þeir að ég ætti peninga. Ekki fannst mér þessi hugsun- arháttur samræmast orðum Jesú. Ef við áttum ekki að fara til hinna fátæku og fyrirlitnu, hvert áttum við þá að fara? Endirinn varð sá að mér var útvegaður fylgdarmaður og lagði ég síðan af stað myndavélarlaus, en þess í stað klyfjuð andlegu góðgæti í bókaformi. Ég hafði aldrei séð annað eins og það sem við blasti þegar við komum niður tröppurnar í þetta fátækrahverfi. Það virtist eins og hálfgerð spilaborg. Húsin (hreys- in) voru úr pappa og byggð hvert ofan í öðru. Hvert hús var ekki nema eitt lítið herbergi með ör- þunnum veggjum og moldar- gólfi. Oftast voru húsgögnin ekki annað en gatslitin hengirúm, lít- ið borð og einn til tveir tréstólar. Eldað var á opnum hlóðum. Fólkið tók okkur vel og lyftist brúnin á mörgum þegar þeir vissu erindið. Allir vildu bækur, en því miður fengu færri en vildu. Berfætt börnin eltu okkur um troðningana milli húsanna, en þegar bókabirgðir þraut kvöddum við þetta ágætisfólk, gengum heim á hótel, fengum nýtt hlass og tókum stefnuna á annað hverfi álíka hrörlegt. Sag- an endurtók sig, ég fann sárt til með þeim sem ekki gátu fengið bók.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.