Afturelding - 01.09.1986, Blaðsíða 7

Afturelding - 01.09.1986, Blaðsíða 7
Heimilislíf í Mexíkó. Þetta var eins og dropi í hafið. Skelfing voru margir iila staddir. Hvílík fátækt. Mér sýndist þetta fólk tæplega komast af. Það var vannært og tilveran virtist grá og gleðisnauð. Andlega hungrið stakk mig mest. Hvernig stóð á því að eng- inn átti Biblíu hér, þegar allir vildu fá Biblíu? Hvað höfum við krislnir menn verið að hugsa? Hafa ekki kristniboðar verið hér og hvað hafa þeir verið að gera? Af hverju er gengið fram hjá þessu fátæka fólki sem þarf mest á hjálp að halda? Hvers vegna? Oli þekkjum við æðsta boð- orðið. „Elska skalt þú Drottin Guð þinn af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni og af öllum mætti þínum og af öllum huga þínum, og náunga þinn eins og sjálfan þig.“ Spurningin fylgir óhjákvæmi- lega á eftir: „Hver er þá náungi minn?“ Er það maðurinn í næsta húsi? Eða kunningi minn? Er hugsanlegt að það sé einhver sem á bágt jafnvel þótt hann sé langt í burtu? Einhver sem liggur særður við veginn og enginn skiptirséraf? Jesús svaraði spurningunni með ágætri dæmisögu og á eftir fylgdi áskorun: „Far þú og gjör slíkt hið sama.“ Við hugsum e.t.v. með sjálf- um okkur - auðvitað hefðum við stoppað og liðsinnt manninum, en hvað gerum við í dag? Það er aragrúi manna, kvenna og barna sem í dag eru særð við veginn og þarfnast hjálpar. Hvernig ætlar þú að bregðast við? Geturðu gengið framhjá án þess að rétta þeim hönd? Jesús hefur sjálfur gefið okkur eftirdæmi, hann er okkar fyrir- mynd. Getum við sagst elska Jesú ef við skeytum ekki um orð hans? Getum við elskað Guð ef við elskum ekki bróður okkar? Nægja orðin ein til að tjá bróðurelsku okkar, þegar bróð- urinn vantardaglegt viðurværi? Ég vil hvetja okkur öll með orðum Jóhannesar í I. Jóhannes- arbréfi 3:18: „Börnin mín, elsk- um ekki með tómum orðum, heldur í verki og sannleika. “

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.