Afturelding - 01.09.1986, Blaðsíða 8

Afturelding - 01.09.1986, Blaðsíða 8
mmm Carolyn Kristjánsson Kristniboð „KRISTNIBOÐ" - orðið eitt dregur upp mynd af svita- storknum mönnum í stuttbux- um og Iéttum skyrtum, með hitabeltishjálma, sem höggva sér leið um myrkviðu frumskóg- anna. Á hvaða leið eru þeir? Til einhverra volaðra heiðingja, sem bíða þeirra með útbreiddan faðminn, óðfúsirað yfirgefa villu sinnar andlegu og siðferðilegu niðurlægingar. En er þetta rétt mynd af kristniboði? Mörg okkar hafa aldrei gefíð þessu efni mikinn gaum, aðrir hafa aðeins leitt að því hugann. Sumir Iýsa yfir áhuga sínum, en þá einungis úr þægindum uppáhalds hvíldar- stólsins. Almennt talað höfum við, vesturlandabúar, fjarlæga og brenglaða mynd af kristniboði og viðleitni kristniboðsins. En um hvað snýst þá kristniboðið? Rétt fyrir uppstigninguna til himins gaf Jesús Iærisveinum sínum lokaskipun ~ þeir skyldu boða heiminum trú (Markús 16:15, 16). Þótt skipunin hafi verið gefin þeim sem viðstaddir voru, er hún jafnt til allra ann- arra í eftirkomandi kynslóðum, sem yfirlýsa því að þeir séu fylgj- endur Krists. Þetta eru grund- völlur kristniboðs. Takið eftir því að áskorun Jesú beindist ekki einvörðungu að lærisvein- um hans. Það er mismunur á áskorun og fyrirskipun. Áskorun felur í sér tilboð um að taka þátt í ákveðinni athöfn. Hún kann að vera tilfinningaþrungin en felur í sér frjálst val. Sá sem skorað er á getur tekið eða hafnað áskorun- inni að eigin vilja. Fyrirskipun er aftur á móti frábrugðin. Orðið fyrirskipun merkir fyrirmæli einhvers með myndugleika - einhvers með rétt til að gera slík- ar kröfur. Það felur líka í sér hlýðni. Til er saga af hertogan- um af Wellington, mjög hæfum hermanni. Einhverju sinni kom til hans kristinn maður sem leit- aði álits hertogans á því hverjir möguleikar væru á að framfylgja síðustu fyrirskipun Jesú, sem nefnd er Kristniboðsskipunin. Hertoginn svaraði nokkuð hvass í bragði: „Hver eru fyrirmæli yðar, herra minn?" Honum þótti þetta ekki umræðuvert. Sem hermaður vissi hann að fyrir- skipun, gefin af einhverjum i valdsstöðu, átti að hlýða — ekki aðeins að ræða hana og meta frá öllum hugsanlegum sjónarhorn- um, án nokkurra aðgerða. Þeir sem verða fylgismenn Krists hafa fengið fyrirskipun. Þeir eiga að boða fagnaðarerindið hverri skepnu (Markús 16:15) og hin rétta afstaða þeirra er virk hlýðni (Postulasagan 5:29). „Kristni- boð" er heitið á framtaki krist- inna manna um allan heim í því skyni að fylgja fyrirmælum Krists. En hverjir eru kristniboðarn- ir? Það er rétt að við 611, sem köllumst trúuð, erum undir skipun Krists, en það er einnig rétt að við uppfyllum ekki öll það sem fagleg merking orðsins kristniboði gefur til kynna. Sérhver kristinn er, eða á að vera, vitni, en ekki eru allir kristnir kristniboðar. Til útskýr- ingar skulum við skoða aðstæð- ur í Ameríku í síðari heimsstyrj- öldinni. Þá var almenn her- kvaðning í landinu. Ekkert svið efnahagslífsins, einkarekstur eða opinber, var undanþegið stríðs- átökunum. Hvort sem maður vann í hergagnaverksmiðju, ók vörubíl, gróf skurði eða safnaði skömmtunarseðlum, þá tók hann þátt í stríðsátökunum. Samt voru engir allra þessara í sama flokki og einkennisbúnu mennirnir, sem voru kallaðir „hermenn". Þetta heiti var ein- ungis notað um tólf milljónir manna í herþjónustunni. Án til- lits til þjónustu voru þessir menn í sérflokki og gegndu ein- stöku hlutverki í stríðsrekstrin-

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.