Afturelding - 01.09.1986, Síða 10

Afturelding - 01.09.1986, Síða 10
friðflytjendur. Ólíkt öðrum kristnum mönnum yfirgefa kristniboðarnir heimabyggð sína, stundum íjölskyldu og vini, og halda til annarra, oft fjar- lægra, staða í þeim tilgangi ein- um að útbreiða boðskap hjálp- ræðis, vonar og kærleika í hinu nýja umhverfi. En hvert fara kristniboðarnir og hvað gera þeir á áfangastað? Yfirbragð kristniboðsins hefur breyst ákaflega mikið frá ný- lendudögum nítjándu aldar, þegar nefna mátti kristniboða og heimsvaldastefnu í sömu and- ránni. Kristniboðarnir eru ekki lengur bundnir við heimsveldi nýlenduríkjanna; í daga fara kristniboðar um allan hinn þekkta heim þar sem þörf er og fjárhagslegar bjargir gera þeim kleift að starfa. Andstætt við það sem margir halda þá eru „dyrn- ar“ ekki að lokast á kristniboð. Fjöldi þeirra landa, sem lokað hafa fyrir kristniboði, er lítill samanborið við þau ríflega hundrað lönd sem opin eru. Það er jafn ijölbreytilegt sem kristni- boðarnir gera í þessum löndum og tilefni gefast til. Kristniboðar gegna störfum safnaðarhirða, kennara, trúboða, safnaðafrum- kvöðla, lækna, hjúkrunarfólks, tæknimanna, vélvirkja, tré- smiða, flugmanna og fleira. Þeir kunna að starfa í hringiðu stór- borganna, í víðáttu dreifbýlisins eða allt þar á milli. Þeir starfa meðal menntaðra og ómennt- aðra, ríkra og fátækra. Sumir starfa eingöngu meðal vantrú- aðra og aðrir meðal trúaðra. Þeir kunna að starfa á svæðum sem eru opin eða andsnúin við fagn- aðarerindið. Kristniboðamir fara þangað sem fólkið þarfnast að heyra boðskap Jesú Krists. Þá vaknar spurningin: Er það þess virði? Er það virði tímans, peninganna, persónulegu fórn- anna? Er það virði þjáninganna, sorganna, tilfinningaátakanna? Er það virði háðsins, höfnunar- innar og misnotkunarinnar? Er það þess virði að búa við þæg- indaskort, vöntun efnislegra gæða og stundum missi heils- unnar? Er það þess virði? Svarið er ákveðið JÁ! Saga eins kristni- boða er talandi fyrir munn kristniboða um allan heim. C.T. Studd var einn mesti krikket- leikari Englendinga fyrr og síðar. Hann var ekki einungis átrúnað- argoð íþróttaunnenda, heldur kom hann og úr auðugri fjöl- skyldu. Dag einn tók Studd við Jesú Kristi sem frelsara sínum og skömmu síðar sneri hann baki við frægðarferli sínum og frama og fór til Kína sem kristniboði. Daginn sem hann varð tuttugu og fimm ára erfði hann háa fjár- hæð, en það leið ekki á löngu uns hann ákvað að gefa fjármun- ina til útbreiðslu fagnaðarerind- isins og treysta Guði gagnvart eigin þörfum. Miklir peningar voru sendir víða um heim. Rausnarlegar gjafir voru gefnar þar til allt var upp urið. Vinir hans drógu þessar athafnir í efa og minntu hann á að nú væri hann ekkert annað en fátækling- ur. Studd hló við og sagði: „Fá- tæklingur? Hvernig get ég verið fátækur? Himneskur faðir minn á allan heiminn. Ég get skrifað ávísanir á banka himinsins!“ Eftir nokkur ár neyddist hann til að yfirgefa Kína vegna astma- veiki. Hann náði heilsu í Eng- landi, en þegar hann varð áskynja um þarfirnar í Indlandi fór hann til þess stóra lands og starfaði þar uns astminn þving- aði hann aftur til Englands. Þessu sinni vöruðu læknar hans við því að frekari kristniboðs- störf yllu honum bráðum bana. Dag einn sá Studd skilti fyrir utan enska kirkju, sem á stóð: „Mannætur þarfnast kristni- boða“. Brátt var hann á leið til Afríku. Það sem hann átti ólifað dvaldi hann í Afríku við kristni- boðsstörf þar til hann dó 1931. Á ævi sinni hafði hann áhrif á ótalinn fjölda vegna Jesú Krists og til að ná til þeirra, sem hann sjálfur náði ekki til, stofnaði hann Worldwide Evangelization Crusade-kristniboðssamtökin áðuren hann dó. C.T. Studd sá aldrei eftir framabrautinni sem hann fórn- aði. Þegar hann var spurður hvernig hann hefði getað fært slíkar fórnir svaraði hann: „Fórnir? Ef Jesús er Guð og dó fyrir mig, þá get ég ekki fært neina fórn nógu stóra fyrir hann.“ Þetta er andinn að baki kristniboðs. Kristniboð er kleift vegna fólks, sem í ljósi þess sem Kristur hefur gert fyrir það, er fúst til að fórna hverju sem þarf, fara hvert sem þarf og gera allt sem þarf til að hlýða fyrirskipun Jesú! Carolyn Kristjánsson. Bókaskrá: Kane, J. Herbert. The Making of a Missionary. Grand Rapids: BakerBook House, 1975. Lewis, Norman. Go Ye Means You. Chicago: Moody Press, 1962. Troutman, Charles. Every- thing You Want To Know About the Mission Field. Down- ers Grove: Intervarsity Press, 1976.

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.