Afturelding - 01.09.1986, Qupperneq 12

Afturelding - 01.09.1986, Qupperneq 12
Enginn vissi um tilvist þeirra Það er löng leið frá íslandi til Nýju Gíneu, nœst stœrstu eyjar jarðar. Vesturhluti eyjar- innar heitir í dag Irian Jaya og tilheyrir Indónesíu. Á Nýju Gíneu búa um 1100 œttflokkar ogá hver sína tungu. Umheimurinn vissi ekkert um suma þeirrafyrr enfyrirfáeinum árum. Margir voru örgustu villimenn, hausaveiðarar og mannætur. Nú skulum við bregða okkur í heimsókn til eins þessara áður óþekktu œttflokka, ífylgdþýskra kristniboða. Sama dag og Klaus Peter Kuegler gekk inn í þorp Fayu- manna á Irian Jaya, hóf hann að þýða Biblíuna. Klaus byrjaði ekki að festa orð á blað, heldur var líf hans sem opin bók. Hann varð að lifa samkvæmt Orði Guðs, ella tryði fólkið aldrei þýðingu hans. Það vissi enginn um tilvist Faya-fólksins fyrr en 1978, 23. apríl það ár komu Klaus og Dor- is kona hans frá Þýskalandi til Indónesíu. Sama dag fannst ætt- flokkurdjúpt inni í frumskógum Irian Jaya. Fayu-ættflokkurinn var herskár og gerði ekki annað en drepa og ræna. Þrátt fyrir hættuna þráði Klaus að vera hjá þeim. Þetta fólk var í bráðri þörf fyrir þann boðskap vonarinnar, sem þau Doris fluttu. Það var hræðilegt að sjá hvernig Fayu- fólkið geymdi rotin lík ástvina í kofum sínum vikum saman. „Hví eru þau ekki jörðuð,“ spurði Klaus. „Við látum þau í hús okkar,“ svöruðu þeir, „svo við getum etið og sofið hjá þeim, því við sjáum þessa ástvini aldrei fram- ar“. Þessi vitnisburður örvænting- arinnar sannfærði Klaus og fjöl- skyldu hans um að hann ætti að búa hjá fólkinu. En fyrst yrðu þau að ná vináttu fólksins og læra tungu þess. Klaus og Doris settust að í einu þorpi Fayu- manna, ásamt þrem börnum sínum. En hvernig var hægt að elska þetta fólk í reynd? Fayu- fólkið var allslaust. Það átti hvorki verkfæri, föt né búsáhöld. Ekki neitt. En fólkinu fannst Kuegler fjölskyldan eiga allt, eða svo hélt það. Það braust inn á heimili kristniboðanna og stal öllu steini léttara. Kuegler fjöl- skyldan varð að horfa upp á fólkið klæðast fötum hennar og nota verkfæri þeirra. Þetta var erfið reynsla fyrir Klaus og Dor- is. Þau báðu: „Drottinn, hvað eigum við að gera?“ Svar Guðs var skýrt og skorin- ort: „Ég vil að þið elskið og fyrir- gefið.“ „En Drottinn,“ rökræddi Klaus, „ég á ekki svona kær- leika.“ Það var ekki fyrr en Klaus og Doris hrópuðu til Guðs og báðu hann um ósvikinn, óeigingjarn- an kærleika, að Guð svaraði. Hann gróðursetti guðdómlegan kærleika til Fayu-fólksins í hjörtum þeirra. Oft og einatt ógnaði reiðin þessum kærleika og oft varð Klaus að leita hjálpar Drottins. Hjálpin og svarið kom í gegnum mikilvæga siðvenju. Klaus veitti því athygli hvernig Fayu-menn sýndu hverjum öðrum vinsemd, með því að grípa um höfuð hvers annars og núa saman enn- um. Það merkti: Ég elska þig. Tók nú Klaus að núa enni við enni. En hnuplið hélt áfram og birgðir kristniboðanna hrað- minnkuðu. Hvað máttu þau þola þetta lengi? Hvemig gat ljölskyldan búið meðal þessa fólks, sem stal öllum eigum hennar? Þegar þau báðu og leituðu svara í Orði Guðs, talaði Drott- inn til þeirra frá Lúkas 6:29-30:

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.