Afturelding - 01.09.1986, Blaðsíða 13

Afturelding - 01.09.1986, Blaðsíða 13
„Klaus, ef það tekur skyrtuna þína, skaltu líka gefa því jakk- ann þinn. Ef það tekur muni þína, skaltu ekki krefjast þeirra aftur." „En Drottinn," andmælti Klaus. „Lestu þetta aftur Klaus," svaraði Drottinn. Ungi kristniboðinn ög biblíuþýðand- inn barðist við tilfinningar sínar. Hann vildi helst veita körlunum duglega ráðningu og heimta eig- ursínaráný. Klaus og Doris samþykktu að hlýða rödd Guðs og treysta hon- um að gefa þeim náð og styrk. En það reyndi sannarlega á þol- inmæði þeirra. Klaus átti einn hlut, sem hann gætti vandlega. Það var vatnsfatan hans. Án hennar gat hann ekki náð í vatn og enginn annar í þorpinu átti fötu. Auk þess voru vatnsfötur dýrar. Sár og reiður Fayu-mað- ur, sem hafði ekki náð sínu fram, greip stein og kastaði í fötuna, svo að hún sprakk. „Ég varð fokvondur," sagði Klaus. „Ég stökk á eftir mann- inum og hugðist handsama hann. Allir lögðu frá sér vinnu og störðu á mig á hlaupunum. En Heilagur andi breytti afstöðu minni á augnabliki. Þegar ég náði manninum tók ég hann í arma mína og núði enni hans. Ég sagðist elska hann frirgefa honum." Klaus vildi hlýða Guði, jafnvel þótt það stríddi gegn mannlegu eðli hans. Ef hann hlýddi myndi Guð gera sitt og snerta líf Fayu-fólksins. Dag einn hafði Klaus verið að steikja vænt stykki af krókódíla- kjöti utan við húsið sitt. Ungl- ingspiltur, sonur höfðingjans, kom þreyttur og svangur úr skógarferð. Pilturinn leit í kring- um sig, varð ekki var við neinn og greip kjötstykkið og hugðist labba burt. „Bíddu, þetta er maturinn okkar", kallaði Klaus á eftir honum. Pilturinn sneri skömm- ustulegur við og setti kjötið á eldinn. Faðir hans kom og veitti honum harðar ákúrur. Klaus vorkenndi piltinum, hvernig gat hann best hjálpað honum? „Ég held að pilturinn sé hræddur við þig og feli sig í skóg- inum," sagði Doris við hann. „Farðu til hans og segðu að þú elskir hann og fyrirgefir honum. Færðu honum þetta kjötstykki að gjöf frá okkur." Klaus fór út í skóg og kallaði á piltinn, sem skreið skjálfandi úr felustað sínum. „Ég er ekki reið- ur við þig," sagði Klaus. Hann núði enni piltsins og sagði: „Ég fyrirgef þér og vil að þú takir við þessu kjötstykki." Pilturinn starði á hann orð- laus af undrun. Nú kom faðir hans að og trúði ekki því, sem Klaus hafði gert. Þegar Klaus horfði í augu höfðingjans og son- ar hans varð honum ljóst að Guð hafði gefið honum nýja vini. „Ég tel að á þessu ugnabliki hafi

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.