Afturelding - 01.09.1986, Blaðsíða 14

Afturelding - 01.09.1986, Blaðsíða 14
grundvallaratriði kærleikans og fyrirgefningarinnar rutt sér leið að huga þeirra“, segir Klaus. „Þetta var þeim framandi. Þegar Doris og ég hlýddum kenning- um ijallræðunnar, opnaði Guð hjörtu fólksins. Hann lét okkur sá sæði í hjörtu þeirra. Þetta sæði er nú að koma upp.“ „Við sjáum breytingu í hegð- un fólksins. Það veit að Jesús hefur sent okkur. Það spyr aftur og aftur: S’Hvað sagði Jesús?’ Það ereftirvænting meðal þess og það þráir að kynnast Drottni, sem sendi okkur. Ég bið það að sýna þolinmæði meðan ég læri tungu þess betur. En Guð er að undirbúa sæðið.“ Það er augljóst að sáðkornið festir rætur í hjörtum Fayu- manna. „Einn af leiðtogum þorpsins okkar var á veiðum á öðru landsvæði Fayu-manna,“ segir Klaus. „Skyndilega stekkur óvinur fram úr leyni með spenntan boga og ör á streng, til- búinn til að drepa hann. í stað þess að snúast til varnar, lét maðurinn boga sinn falla til jarðar, rétti upp hendurnar og sagði: $’Þú getur skotið mig ef þú vilt, ég er ekki hræddur við að deyja, því þarna uppi í himn- inum ergóði Jesús’“. Allt sem hann vissi um var Jesús þeirra Klaus og Dorisar. En hann vissi að Jesús var góður og nú óttaðist hann ekki dauð- ann lengur. Óvinur hans glápti bara á hann og sneri síðan í burtu. „Þessi náungi, sem ógnaði þorpshöfðingjanum okkar, kom nokkrum vikum síðar í heim- sókn til að versla við okkur, því við erum hlutlaus," segir Klaus. „Hann óttaðist hefnd, en höfð- inginn sagði við hann: S’Vertu ekki hræddur, Klaus og Doris eru hér og við búum í friði. Ég mun ekki gera þér neitt mein’“. Þýtt og stytt úr Into Other Worlds, des. ’85 — HS NORRÆNT MÓT UM BOÐUN OG KRISTNIBOÐ verður haldið í Fíladelfíu, St.Olavsgt. 24, Osló, Noregi, dagana 18.-20. mai 1987. Mótið er opið öllum forstöðumönnum, predíkurum, kristniboðum, öldungum og kristniboðsgjaldkerum í Hvítasunnuhreyfingum Norðurlanda. Mótið stendur frá mánudagsmorgni til miðvikudagskvölds. Allar nánari upplýsingar veitir: F iladelfiamenigheten, Postboks 6854 St.Olavs plass, 0130 Oslo 1 Norge Sími: 90-47-2-111512

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.