Afturelding - 01.09.1986, Blaðsíða 16

Afturelding - 01.09.1986, Blaðsíða 16
Aud Hole Ásmundsson Upphaf í skuq g atrés Frá opnun kirkjunnar i Nyamwetureku í Kisii-héraöi, Kenya. Sunnudagurinn 14. september var hátíðisdagur fyrir Nyam- wetureku söfnuðinn í Kisii hér- aði í Kenya. Það átti að vígja nýja kirkju, eða safnaðaðarsal, sem Ola-Emil Sprakehaug hafði séð um að byggja. Mörg hundruð manna af Kisii ættflokknum hafa látið frelsast undanfarin ár og margar kirkjur verið reistar. En vegalengdirnar eru miklar og söfnuðirnir marg- ir. Eftir langt „hæða og lægða" ferðalag komum við loks á áfangastað. Héraðið er í um 2000 metra hæð yfir sjávarmáli og skartar mikilli náttúrufegurð. Söfnuðurinn var samankom- inn og dáðist að fallega guðshús- inu, bað var hátíðarbragur á öllu. Söngur hljómaði undir beru lofti og Nyagenke forstöðu- maður bað um blessun Guðs yfir söfnuðinn og nýju kirkjuna. Það var grípandi að sjá skara ungl- inga og barna. Lidamiza héraðsstjóri klippti á snúru. Innan dyra sem utan var skreytt með blómum, sem stóðu í gosdrykkjaflöskum. Ræðustóllinn og bríkin framan á söngpallinum, svo og stólar og

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.